Heilsa og vinnuvernd lækna í COVID-19 faraldrinum
Læknafélagðið leitast nú við að fylgjast með læknum sem hafa farið í sóttkví eða smitast af völdum SARS-CoV-2 veirunnar sem leiðir til COVID-19 sýkingar. Þetta er gert til þess að Læknafélagið geti haft yfirlit yfir afdrif lækna í þessum faraldri og nýtt þá þekkingu til vinnuverndar og bæta starfsskilyrði og réttindi lækna. Kristinn Tómasson geð - og embættislæknir og Gunnar Guðmundsson, lungnalæknir hafa umsjón með þessu verkefni sem er að frumkvæði formanns læknafélagsins Reynis Arngrímssonar.
27.03.2020