Úthlutunarreglur FOSL

 

Fjölskyldu og styrktarsjóður lækna

FOSL veitir félagsmönnum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum, styður og eflir félagsmenn vegna endurhæfingar eftir veikindi auk þess að efla félagsmenn í forvörnum sem varða heilsufar og heilbrigði.
Hér fyrir neðan eru úthlutunarreglur sem gilda frá 1. janúar 2024.

Úthlutunarreglur

 

Umsóknir og gögn

Umsóknir: Sækja þarf um styrki til sjóðsins á rafrænu formi á mínum síðum á vefsvæði Læknafélagsins www.lis.is
Umsóknir styrkja eru afgreiddar mánaðarlega. Umsóknum ásamt viðeigandi gögnum skal skila inn í síðasta lagi 20. dag mánaðar fyrir næstu úthlutun. Að jafnaði er greitt út 1. dag mánaðar eða næsta virka dag á eftir. Lokadagur til að sækja um og skila gögnum vegna umsókna sem miðast við almanaksár er til og með 10. desember.

Gögn:  Til að sjóðsfélagi geti fengið greitt úr sjóðnum þarf hann að skila inn eftirfarandi gögnum:

  • Fæðingastyrkur:
    • Fæðingarvottorð barns
  • Veikindastyrkur:
    • Læknisvottorð
    • Staðfesting frá vinnuveitanda um launaleysi.
    • Ef um er að ræða sjálfstætt starfandi sjóðsfélaga þarf að skila inn staðfestingu skattyfirvalda um að launagreiðslur hafi fallið niður og upplýsingar um veikindatryggingar viðkomandi.
    • Staðfesting á hjúskap eða sambúð ef sótt er um veikindastyrk vegna langvarandi veikinda maka/sambúðarmaka.
  • Eingreiðslustyrkur:
    • Vottorð frá lækni.
    • Staðfesting frá vinnuveitanda að sjóðsfélagi hafi fullnýtt veikindarétt sinn.
    • Kvittanir fyrir útgjöldum.
  • Ýmsir eingreiðslustyrkir:
    • Vottorð frá lækni um nauðsyn meðferðar (ef við á).
    • Kvittanir fyrir útgjöldum.
  • Útfararstyrkur:
    • Dánarvottorð.
    • Staðfest ljósrit af reikningi fyrir útför

Staðgreiðsla af styrkjum: Greiðslur úr FOSL eru almennt staðgreiðsluskyldir og er staðgreiðsla dregin af við afgreiðslu styrks. 

Fyrning umsókna: Réttur til greiðslna úr sjóðnum fyrnist sé ekki sótt um þær innan 12 mánaða frá því að til útgjalda var stofnað eða tekjutap varð.