Fjölskyldu- og styrktarsjóður

Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ (FOSL) varð til við kjarasamning sjúkrahúss- og heilsugæslulækna árið 2001. Upphaflega var hlutverk hans að jafna réttindi í fæðingarorlofi miðað við fyrri lög sem hafði þá nýlega verið breytt en sú breyting olli talsverðri skerðingu á réttindum félagsmanna í fæðingarorlofi. Þannig má segja til einföldunar að FOSL hafi upphaflega verið komið á laggirnar til að veita fæðingarstyrki. Fljótlega eftir stofnun sjóðsins var hlutverk hans víkkað út samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins og til varð nokkurs konar félagslegur jöfnunarsjóður þar sem sjóðsfélagar geta sótt um styrk vegna tekjumissis í tengslum við veikindi, útfararstyrk og fæðingarstyrk.

Læknar sem starfa hjá hinu opinbera eiga rétt á styrk úr sjóðnum þar sem vinnuveitandi greiðir 0,41% af launum þeirra í sjóðinn.  Annað gildur um þá sem ekki eru á launaskrá hjá hinu opinbera. Þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur verða að velja sjálfir að ráðstafa 0,41% af reiknuðu endurgjaldi skv. RSK til FOSL til að öðlast réttindi hjá sjóðnum. Starfi læknir í hlutastarfi hjá hinu opinbera en í hlutastarfi í sjálfstæðum rekstri þarf að greiða sérstaklega til FOSL af öllum launum til að öðlast full réttindi. Annars eru réttindi viðkomandi hjá sjóðnum í réttu hlutfalli við starfshlutfall viðkomandi hjá hinu opinbera.  

Sækja má um aðild að FOSL á innri vef Læknafélagsins undir UMSÓKNIR

 

Stjórn FOSL skipa (frá 1. júní 2023):

Gerður Aagot Árnadóttir, formaður

Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir

Sigurður Böðvarsson

Teitur Ari Theódórsson, varamaður