Fræðsla

 

Um Fræðslustofnun

Fræðslustofnun lækna var sett á fót í september 1997.  Forveri Fræðslustofnunar var Námssjóður lækna. 

Hlutverk Fræðslustofnunar er að sjá um rekstur fræðslustarfsemi lækna og styrkja símenntun og fræðslustarf lækna. Læknadagar eru fyrirferðarmestir í starfsemi Fræðslustofnunar í dag.   

 

Um Orðanefnd lækna

Orðanefnd lækna var formlega stofnuð árið 1983, en þá hafði útgáfa íslenskra íðorða í læknisfræði verið í undirbúningi um nokkurra ára skeið. Ákveðið var að gefa út íðorðasafn grundvallað á enskum orðaforða en með íslenskum heitum. Hægt gekk í fyrstu uns ráðinn var málfræðingur, til að orðtaka og tölvuskrá orðaforðann. Íðorðin voru síðan gefin út í stökum heftum í stafrófsröð (A, B, C, D, E, FG, HIJK o.s.frv. - samtals 556 bls.). Stofnaður var Orðabókarsjóður lækna með framlögum frá ýmsum styrktaraðilum, og stóð hann að mestu undir kostnaði.

Orðanefndin var formlega endurvakin í mars 2012. Nefndin hefur síðan haldið mánaðarlega starfsfundi og unnið af krafti við endurskoðun á Íðorðasafni lækna, sem aðgengilegt er í Íðorðabankanum (https://idord.arnastofnun.is/leit//ordabok/LAEKN).

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 7000 færslur af 33.500 verið yfirfarnar og lagfærðar. Um 1600 nýjum færslum hefur á sama tíma verið bætt við í safnið.