Frá Orðanefnd

Frá Orðanefnd - 59

Pistlaskrif Orðanefndar L.Í. hafa því miður legið niðri um talsverðan tíma. Meginorsökin er sú að undanfarið ár hefur nefndin unnið að nokkuð yfirgripsmiklu verkefni, undirbúningi og útgáfu á fjórða heftinu í ritröð sem nefnist „Orðasafn í líffærafræði“. Fyrsta heftið kom út árið 2013 og geymir heiti í stoðkerfinu, annað heftið árið 2016 með heitum á helstu líffærum mannsins, þriðja heftið árið 2017 og geymir heiti í æðakerfinu og loks kom út fjórða heftið haustið 2019 og hefur það að geyma heiti í taugakerfinu. 

Á árinu 2019 voru tekin saman um það bil 500 heiti á líffærafræðilegum fyrirbærum í taugakerfinu, svipaður fjöldi og í hverju af fyrri heftunum. Íslensku líffæraheitin og þau latnesku komu úr Íðorðasafni lækna sem varðveitt er í heild sinni í Íðorðabankanum. Öll þessi heiti voru endurskoðuð og samræmd, tilsvarandi enskum heitum var bætt við og sömuleiðis skilgreiningum eða lýsingum á öllum fyrirbærunum, en þær hafði skort í safnið.

Sjá pistil

 

Frá Orðanefnd - 58

Á Orðanefndarfundi 15. mars 2018 var meðal annars farið yfir fræðiheiti sem innihalda ensku orðin „sign“ (L. signum) og „symptom“ (G. symptoma). Þessi tvö heiti hafa um aldaraðir verið vandlega aðgreind á grundvelli þeirra hugtaka sem að baki liggja og ritaður hefur verið fjöldi fræðilegra greina og hagnýtra bóka um þau sjúkdómsmerki, teikn (E. sign) og einkenni (E. symptom) sem gefa til kynna heilsufrávik og kvilla af einhverju tagi eða tengjast tilteknum sjúkdómum og æskilegt er að læknar þekki. Einföld lýsing á slíkri aðgreiningu er sú að „sign“ sé sjúkdómsmerki sem læknir getur greint við skoðun eða rannsókn, en að „symptom“ sé sjúkdómsmerki sem einstaklingur finnur sjálfur fyrir. Það er þó auðvitað svo að mörg sjúkdómsmerkin eru greinanleg bæði af lækni og einstaklingi sjálfum og að þau flokkast þá ýmist sem „sign“ eða „symptom“.

Sjá pistil

Frá Orðanefnd - 57

Á Orðanefndarfundi 12. apríl 2018 var farið yfir ýmis orð sem notuð eru um læknisfræðilegar rannsóknir, kannanir, próf, prófanir og tilraunir, svo sem ensku heitin: „experiment“, „study“, „survey“, „test“ og „trial“. Mörg önnur fræðiheiti af þessum toga hafa verið þýdd með almenna íslenska orðinu „rannsókn“ og þarf einnig að skoða vandlega, sem dæmi má nefna: „analysis“, „examination“ „investigation“ og „research“. 

 Sjá pistil

 

Frá Orðanefnd - 56

Á fundi Orðanefndar LÍ þann 15. febrúar 2018 var samþykkt að gerð yrði breyting á íslenskri þýðingu á enska fræðiheitinu „glomerule“ (L. glomerulus renis), þannig að aðalheitið yrði „gaukull“ en að íslenska orðið „nýrahnoðri“ yrði skráð sem samheiti. Á næsta fundi nefndarinnar 15. mars 2018 var svo farið yfir 
 
Sjá pistil 

Frá Orðanefnd - 55

Í Íðorðasafni lækna má finna yfir 30 færslur sem innihalda enska heitið „pregnancy“. Við skoðun á þeim má sjá að orðið er notað í læknisfræðilegu samhengi um tiltekið ástand, það að kona er þunguð (tímabilið frá getnaði til fæðingar), og einnig um staðsetningu fósturs og þungunarvefja í legi eða utan legs.....
lesa meira

Frá Orðanefnd - 54

Á starfsárinu 2017 vann Orðanefnd Læknafélags Íslands að þriðja hefti sínu í ritröðinni: Orðasafn í líffærafræði. Í þetta sinn hafði verið valið að takast á við heiti í æðakerfi líkamans. 

Frá Orðanefnd - 53

Á orðanefndarfundi 26. janúar 2017 voru tekin til yfirferðar tæplega 30 samsett, læknisfræðileg heiti sem enda á viðskeytinu „stasis“. Viðskeytið sjálft hefur sérstaka færslu í Íðorðasafni lækna og eru þar birtar sjö mögulegar íslenskar þýðingar á því: -stífla, -staða, -hefting, -teppa, -tregða, stöðnun, -stöðvun.

Frá Orðanefnd - 52

Hvítblæðiheiti voru tekin fyrir á orðanefndarfundi 23. febrúar 2017. Ákveðið var að fara yfir og endurskoða þær færslur sem finna mátti með því að leita í Orðabankanum að latnesk-enska heitinu „leukemia“. Í ljós komu rúmlega 30 færslur, sem skoðaðar voru vandlega.

Frá Orðanefnd - 51

Veturinn 2015-2016 snerist vinna Orðanefndar læknafélaganna að mestu um undirbúning að útgáfu heftisins: „Orðasafn í líffærafræði - II. Líffæri mannsins“. Markmiðið var að birta þar, á ensku, íslensku og latínu, í aðskildum köflum, ýmis almenn heiti í líffærafræðinni og síðan helstu heitin í hverju líffærakerfi fyrir sig.

Frá Orðanefnd - 50

Á fundi orðanefndar í apríl 2016 var farið yfir orðalista sem tengdist hugtakinu „simulation“, á íslensku „herming“. Þjálfun í vissum þáttum klínískra fræða fer nú fram á „simulation center“, hermistöð, hermingarmiðstöð, þar sem búnaður er fyrir hendi til að herma eftir og endurtaka atvik í sjúkdómsferli og aðstæður við margvíslega klíníska viðburði, án þess að sjúklingur sé til staðar.

Frá Orðanefnd - 49

Á fundi orðanefndar í mars 2016 var meðal annars farið yfir færslur úr Íðorðasafni lækna þar sem fyrir koma latneska orðið appendix og enska orðið appendage (viðhengi). Bæði þessi orð eru notuð í samsettum heitum í líffærafræðinni og eru einnig vel þekkt í almennu ensku máli um viðbót eða viðauka.

Frá Orðanefnd - 48

Á fundi orðanefndar í febrúar 2016 var farið yfir efni í tvo fyrstu kafla væntanlegs orðasafns í líffærafræði, sem nefndin gerði sér vonir um að tilbúið yrði til útgáfu fyrir árslok. Um er að ræða annað heftið í ritaröðinni Orðasafn í líffærafræði.

Frá Orðanefnd - 47

Á fundi orðanefndar í janúar 2016 var fjallað um ýmis hljóð sem heyra má við hlustun, einkum hjarta- eða æðahlustun. Hefð er fyrir því að nota íslenska orðið „hjartahljóð“ (heart sounds) um þau eðlilegu hljóð sem heyrast frá hjartalokum við hlustun. Um leið má minna á orðið „öndunarhljóð“ (breath sounds), sem notað er um þau eðlilegu hljóð sem heyra má við lungnahlustun.

Frá Orðanefnd - 46

Á fundum orðanefndar í nóvember og desember 2015 var fjallað um ýmis orð sem tengjast líffæra- eða sjúkdómafræði hjartans. Í fjölmörgum, samsettum fræðiheitum, sem beinlínis vísa til hjarta, má gjarnan finna upprunatengingu við gríska nafnorðið „kardia“, en það merkir hjarta. Latneska nafnorðið, sem notað er sem heiti á hjartanu, er hins vegar „cor“. Það má finna í nokkrum latneskum heitum, sem enn lifa í fræðimálinu, svo sem cor primordiale (frumhjarta), cor triloculare (þríhólfa hjarta), cor quadricameratum (ferhólfa hjarta), cor bovinum (nautshjarta, uxahjarta) og cor pulmonale (lungnahjartastækkun).

Frá Orðanefnd - 45

Á orðanefndarfundi í september 2015 var fjallað um enska heitið „scope“. Það er komið úr grísku, af sögninni „skopein“ sem táknar að skoða eða athuga. Hugtakið er skilgreint þannig í Íðorðasafni lækna: Áhald eða tæki til að skoða, fylgjast með og gera viðfangsefnið sýnilegt. Íslensku heitin eru „sjá“ eða „spegill“, sem sjá má í vel þekktum heitum eins og smásjá (microscope) og kokspegill (pharyngoscope).

Frá Orðanefnd - 44

Á orðanefndarfundi í maí 2015 var einnig rætt um kynhormónaefnin androgen (efni sem hvetur til þroskunar karlkynfæra í fósturlífi og framkallar síðan og viðheldur kyneinkennum karlmanns) og estrogen (efni sem hvetur til þroskunar kvenkynfæra í fósturlífi og framkallar síðan og viðheldur kyneinkennum konu).