Siðanefnd

Á vegum félagsins starfar Siðanefnd og er hlutverk hennar að fjalla um siðamál, sem til hennar er vísað. Um skipan nefndarinnar og starfshætti gilda reglur, sem eru í viðauka við lög LÍ. Aðalfundur Læknafélags Íslands kýs Siðanefnd. Annaðhvert ár einn aðalmann og einn varamann. Nýlega var lögum félagsins breytt á þann veg að einnig á að kjósa formann siðanefndar á aðalfundi og skal hann vera lögfræðingur og uppfylla skilyrði til að mega starfa sem dómari. Núverandi formaður og varamaður hans voru skipaðir af dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur.
Siðanefnd mælir fyrir um það í úrskurði hvort forsendur og úrskurðarorð úrskurðar skuli birt í Læknablaðinu og hvort nafnleyndar skuli þá gætt eða ekki.