Starfsreglur Orlofssjóðs

Starfsreglur orlofsnefndar

 

Um aðild og réttindi lækna að Orlofssjóð LÍ er fjallað í reglugerð sjóðsins.
Úthlutun orlofshúsa og annarrar þjónustu Orlofssjóðs LÍ fer fram samkvæmt punktakerfi. Umsækjandi sem hefur flest stig fær úthlutað hverju sinni. Séu umsækjendur jafnir að stigum ræður lífaldur úthlutun.

 

Punktaeign

 

Félagar fá 12 punkta fyrir útskriftarárið og síðan 12 punkta á ári. Ekki eru veittir punktar eftir 70 ára aldur nema menn séu í fullu starfi og greiði í Orlofssjóð. Á því ári sem félgar ná 70 ára aldri fá þeir 70 punkta. Eftirlifandi maki nýtur þeirra réttinda í sjóðnum sem makinn átti á meðan punktainneign endist.

Á árinu 2003 fá allir sjóðfélagar sem þegar hafa náð 70 ára aldri 70 punkta.

 

Frádráttur vegna úthlutunar:
Frádráttur fyrir hverja sumar- og páskaúthlutun er 36 punktar (3 ár) vegna sumarhúsa sjóðsins, og sérstakra ferða á hans vegum, en vegna tjaldvagna og fellihýsa 24 punktar (2 ár). Þegar kostur gefst á úthlutun eftir að sumar- og páskaúthlutun fer fram dragast frá 24 punktar. Ekki er frádráttur vegna vetrarúthlutunar.

Úthlutun sumarhúsa sjóðsins yfir sumarið, leiga húsanna yfir veturinn og aðrir þeir kostir sem sjóðurinn semur um skal vera í þágu sjóðsfélaga einna og semja þeir um þá í eigin nafni við sjóðinn. Sjóðsfélögum er óheimilt að lána eða framleigja húsin eða aðra þjónustukosti sjóðsins, sem þeir hafa fengið með samningi við sjóðinn.

 

Samþykkt af orlofsnefnd í samráði við stjórn Læknafélags Íslands í janúar 2002 og janúar 2003.