Fræðslustofnun

Fræðslustofnun lækna var stofnuð með reglugerð á aðalfundi LÍ 26. og 27. september 1997 í Borgarnesi.  Hlutverk Fræðslustofnunar er að sjá um rekstur fræðslustarfsemi lækna og styrkja símenntun og fræðslustarf þeirra.  Læknadagar eru fyrirferðarmestir í starfsemi Fræðslustofnunar.   Þetta er glæsileg ráðstefna sem hefur verið haldin í 13. viku vetrar og lýkur á bóndadegi.

Stjórn Fræðslustofnunar skipa:

Katrín Þórarinsdóttir læknir, formaður
Hrafnhildur L. Runólfsdóttir læknir
Jórunn Atladóttir læknir
Kjartan Hrafn Loftsson læknir
Kristín Sigurðardóttir læknir
Nanna Sigríður Kristinsdóttir læknir
Ragnheiður Halldórsdóttir læknir
Sigurður Guðmundsson læknir
Tekla Hrund Karlsdóttir læknir
Tómas Þór Ágústsson læknir
Una Emilsdóttir læknar