Aðildarfélög LÍ

Á aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ) 2017 voru gerðar breytingar á lögum LÍ  sem fela í sér talverðar skipulagsbreytingar hjá félaginu. Í breytingunum felst að læknar eru framvegis félagsmenn í Læknafélagi Íslands (LÍ) og velja síðan aðildarfélag til að tilheyra. Svæðafélögin eru ekki lengur aðildarfélög.

Aðildarfélög LÍ eru framvegis fjögur:

Félag almennra lækna - Félagsmenn eru aðallega læknar sem ekki hafa lokið sérfræðinámi.
Félag íslenskra heimilislækna - Félagsmenn eru aðallega læknar sem hafa heimilislækningar að aðalstarfi.
Félag sjúkrahúslækna - 
Félagsmenn eru aðallega læknar sem starfa á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
Læknafélag Reykjavíkur - Félagsmenn eru aðallega læknar sem starfa að hluta eða öllu leyti sjálfstætt.

Aðildarfélögin fara með atkvæðisrétt félagsmanna sinna á aðalfundi LÍ og geta félagsmenn falið einu félagi atkvæðisrétt sinn eða skipt því milli tveggja félaga samkvæmt lögum LÍ. Velji læknir að vera í tveimur félögum getur hann falið öðru félaginu að fara með atkvæði sitt á aðalfundi eða skipt atkvæði sínu milli beggja félaganna. 

Ef læknar vilja breyta eða skrá sig í aðildarfélag þá eiga þeir að senda tölvupóst á gudrun@lis.is og tilkynna í hvaða aðildarfélagi þeir vilja vera í.  Læknar geta valið um að vera í einu félagi eða tveimur.