Læknafélagið

Tilgangur, starfshættir og stefna Læknafélags Íslands er að: 

  • efla hag og sóma hinnar íslensku læknastéttar og auka kynni og stéttarþroska félagsmanna.
  • standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar og gæta hagsmuna félagsmanna.
  • stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þeirra á því, er að starfi þeirra lýtur.
  • efla samvinnu lækna um allt, sem horfir til framfara í heilbrigðismálum.
  • taka þátt í alþjóðlegu samstarfi lækna að sameiginlegum hagsmunamálum.
  • beita sér fyrir bættu heilsufari landsmanna og vinna að stefnumótun í heilbrigðis málum.

Aðalfundur Læknafélags Íslands fer með æðsta vald í málefnum félagsins og markar stefnu þess. 

Stjórn

Stjórn Læknafélags Íslands fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Stjórnin er ábyrg gagnvart aðalfundi.

Verksvið stjórnar er að:

  • Standa vörð um hag hinnar íslensku læknastéttarinnar, félaga hennar og einstaklinga
  • Sjá um framkvæmd á samþykktum aðalfundar
  • Koma fram út á við sem fulltrúi félagsins
  • Veita umsagnir og tilnefna í ráð og nefndir eftir því sem kveðið er á um í lögum og reglum

Sjá nánar á síðu stjórnar.