Fréttir

Læknaráð og vandi Landspítalans

Læknaráð og vandi Landspítalans

Málefni Landspítalans, sérstaklega bráðamóttökunnar, hafa verið í brennidepli umræðunnar undanfarnar vikur. Starfsfólk Landspítalans, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar, hefur komið fram í fjölmiðlum og rætt þá erfiðu stöðu sem uppi er. Það sem helst brennur á læknum Landspítalans er að sífellt oftar kemur upp sú staða að þeir eiga erfitt með að veita sjúklingum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og sem læknum ber að veita samkvæmt læknaeiðnum. Vegna álags getur verið mikill þrýstingur á starfsfólk að vinna hratt og útskrifa sjúklinga sem fyrst en það samrýmist ekki alltaf bestu hagsmunum og öryggi sjúklinga. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf tíma, nægt starfslið og aðstöðu – og þar með nægt fjármag
22.01.2020
Læknar og lyfjaframleiðendur semja um siðareglur

Læknar og lyfjaframleiðendur semja um siðareglur

Formaður Lækna­fé­lags Íslands og fram­kvæmda­stjóri Frum­taka, sam­taka lyfja­fram­leiðenda á Íslandi, skrifuðu und­ir nýjan samn­ing um sam­skipti lækna og fyr­ir­tækja sem fram­leiða og flytja inn lyf við setn­ingu Læknadaga 2020 í Hörpu í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu byggja siðaregl­urn­ar á ný­upp­færðum regl­um Evr­ópu­sam­taka frum­lyfja­fram­leiðenda. Þar seg­ir jafn­framt að sam­skipti lækna og lyfja­fyr­ir­tækja séu mik­il­væg­ur þátt­ur í betri lyfjameðferð við sjúk­dóm­um og fræðslu lækna um meðferð lyfja.
21.01.2020
Læknadagar 2020

Læknadagar 2020

Læknadagar hefjast í næstu viku og standa frá mánudegi 20. janúar til föstudagsins 24. janúar Hörpu. Læknadagar eru fræða- og símenntunarþing Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands. Læknadagar eru aðeins opnir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, hægt að skrá sig á staðnum. Á mánudegi er dagskráin helguð 50 ára sögu barna- og unglingageðlækninga á Íslandi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir ávarpar málþingið í upphafi dags. Samhliða er dagskrá um efnaskipadúettinn offitu og sykursýki 2. Boðið er jafnframt upp á hádegisverðafundi um framtíð og þróun almennra lyflækninga á sjúkrahúsum landsins og í samvinnu við Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hádegisfundur um baráttuna við holdsveikina og Holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
17.01.2020
Stefna Landspítalans - á hverra ábyrgð?

Stefna Landspítalans - á hverra ábyrgð?

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur að gefnu tilefni sent erindi til sóttvarnalæknis, Vinnueftirlits ríkisins, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Persónuverndar og Embættis landlæknis og vakið athygli þessara stofnana á stöðu mála á Landspítala m.a. m.t.t. öryggis sjúklinga, öryggis starfsmanna, persónuverndar, sóttvarna og eldvarna. Álag á Landspítalann er komið yfir þolmörk eins og heyra má af lýsingum starfsfólks og starfsemistölur staðfesta. Þær sýna stigvaxandi fjölda bráðveikra sjúklinga sem þurfa innlögn á sjúkrahús. Einn mælikvarði á álagið er fjöldi dvalardaga sjúklinga á bráðadeild í hverjum útskriftarmánuði. Áhyggjur af þessum hópi sjúklinga, sem ekki komast strax á viðeigkomast strax á viðeigandi meðferðardeildir en þarf þess í stað að dvelja áfram við óviðunandi og ótryggar aðstæður á bráðamóttökunni, hafa kallað á sterk viðbrögð í samfélaginu.
17.01.2020
Skipulagsleysi bitnar á sjúklingum og læknum

Skipulagsleysi bitnar á sjúklingum og læknum

Á fundi Læknafélags Íslands með velferðarnefnd Alþingis í nóvember sl. var fjallað um vinnuskipulag og álag á lækna sem sinna bráðadeild Landspítalans. Núverandi aðstæður eiga því ekki að koma þingmönnum á óvart. Greint var frá lýsingum lækna á skipulagi starfseminnar og vinnuaðstæðum. Fram kom m.a. að læknar hreyfiteymis bráðadeildar hafa ítrekað reynt að vekja athygli stjórnenda Landspítala á ástandinu, álaginu, óviðunandi starfsaðstæðum og þróun mála án viðhlítandi viðbragða æðstu stjórnenda eða framkvæmdastjórnar. Meðal þess sem læknar gagnrýna er að mönnun sérfræðilækna í almennum lyflækningum sem sinna þessari þjónustu sé ófullnægjandi. Á haustmánuðum 2019 sinntu níu sérfræðingar í 5,8 stöðugildum á 21 rúma legudeild, auk þess dagdeild, göngudeild, sýklalyfjagjöfum og vaktþjónustu. Einn sérfræðingur getur þurft að bera ábyrgð á meðferð 40-60 bráðveikra sjúklinga. Ráðleggingar um mönnun lækna m.t.t. vinnuálags og læknisþjónustu segja að við þessar aðstæður þurfi 12 sérfræðinga í fullu starfi. Þekkt
14.01.2020
Ályktun samþykkt á fjölmennum fundi Félags sjúkrahúslækna og Félags almennra lækna um ástandið á Lan…

Ályktun samþykkt á fjölmennum fundi Félags sjúkrahúslækna og Félags almennra lækna um ástandið á Landspítala

Á fjölmennum fundi Félags sjúkrahúslækna og Félags almennra lækna, sem haldinn var á Landspítala, Fossvogi í gær, 8. janúar, var eftirfarandi ályktun samþykkt:
09.01.2020
Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna

Áramótakveðja frá Félagi íslenskra lungnalækna

Félag íslenskra lungnalækna hvetur landsmenn til að sýna einstaklingum með lungnasjúkdóma tillitssemi um áramót.
27.12.2019
Jólakveðja frá LÍ

Jólakveðja frá LÍ

Læknafélags Íslands óskar læknum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
23.12.2019
Ályktun frá aðalfundi Félags krabbameinslækna

Ályktun frá aðalfundi Félags krabbameinslækna

Undanfarið hefur verið umræða um stöðu Landspítala Háskólasjúkrahúss og sparnaðaraðgerðir á þeirri stofnun. Auk þessa hefur komið í ljós að Íslendingar setja að meðaltali minna fjármagn í heilbrigðismál en helmingur OECD ríkja. Af þessu tilefni vill Félag krabbameinslækna leggja orð í belg og vekja athygli á þeim þáttum sem koma að því félagi. Í byrjun árs 2019 var birt á vef stjórnarráðsins krabbameinsáætlun fram til ársins 2020. Sú áætlun var unnin á árunum 2013-2016 eins og þar kemur fram en ráðherra hefur jafnframt ákveðið að gildistími
16.12.2019
Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 mótmælir harðlega því breska kerfi sem Landspítalinn hefur valið að nota til jafnlaunavottunar. Þrátt fyrir ítrekuð andmæli og virka upplýsingagjöf af hálfu læknaráðs og læknafélaga hafa stjórnendur spítalans haldið áfram að meta störf lækna með tæki sem tekur hvorki tillit til eðlis læknisstarfsins né menntunarkröfu lækna. Læknar munu hvorki sætta sig við að þeirra sjónarmið verði hunsuð, né að spítalinn fái jafnlaunavottun með þessum hætti, í andstöðu við lækna. Læknaráð hvetur yfirstjórn spítalans til þess að hverfa af þessari braut en nota þess í stað jafnlaunakerfi sem aðrar íslenskar heilbrigðisstofnanir hafa notað með farsælum hætti.
25.11.2019