Læknaráð og vandi Landspítalans
Málefni Landspítalans, sérstaklega bráðamóttökunnar, hafa verið í brennidepli umræðunnar undanfarnar vikur. Starfsfólk Landspítalans, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar, hefur komið fram í fjölmiðlum og rætt þá erfiðu stöðu sem uppi er. Það sem helst brennur á læknum Landspítalans er að sífellt oftar kemur upp sú staða að þeir eiga erfitt með að veita sjúklingum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og sem læknum ber að veita samkvæmt læknaeiðnum. Vegna álags getur verið mikill þrýstingur á starfsfólk að vinna hratt og útskrifa sjúklinga sem fyrst en það samrýmist ekki alltaf bestu hagsmunum og öryggi sjúklinga. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf tíma, nægt starfslið og aðstöðu – og þar með nægt fjármag
22.01.2020