Fréttir

Heilbrigðisráðherra með þremur þeirra kvenlækna sem heiðraðar voru á aðalfundi LÍ 2018, f.v. Bergþór…

Aðalfundur Læknafélags Íslands

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) á aldarafmælisári félagsins 2018 hófst í gær, 8. nóvember í húsnæði læknafélaganna í Hlíðasmára 8, Kópavogi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir var viðstödd setningu fundarins og ávarpaði aðalfundargesti. Kjörnir aðalfundarfulltrúar eru 65 en aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum sem eru kringum 1400.
09.11.2018
Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Landspítalinn brýtur lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla

Hinn 19. september sl. féll úrskurður hjá kærunefnd jafnréttismála í máli þar sem Landspítalinn (kærði) hafði auglýst lausa stöðu sérfræðings í tilgreindri sérgrein. Kærandi, sem er kona, taldi að brotið hefði verið gegn gegn lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, með því að ráða karl í starfið en hún taldi sig vera hæfari en karlinn sem ráðinn var. Kærði rökstuddi ráðningu karlsins með því að karlinn hefði verið hæfari en kærandi og vísaði þar einkum til frammistöðu í starfsviðtali. Kærunefnd taldi að stöðunefnd kærða er veitti álit
05.11.2018
Tryggja þarf að allir landsmenn hafi heimilislækni

Tryggja þarf að allir landsmenn hafi heimilislækni

Félag íslenskra heimilislækna skorar á ríkisstjórnina, fjármálaráðuneytið og Alþingi að efla heimilislækningar og tryggja öllum landsmönnum sinn heimilislækni. Mikill fjöldi heimililslækna mun hætta störfum vegna aldurs á næstu árum.
22.10.2018
Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2018 verður haldinn 8. og 9. nóvember nk. í Hlíðasmára 8 og hefst kl. 15 þann 8. nóvember. Aðildarfélögin fjögur hafa þegar fengið tilkynningu frá LÍ um fjölda aðalfundarfulltrúa hvers félags á aðalfundinum. Aðalfundargögn skal birta á heimasíðu LÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en kl. 15 fimmtudaginn 25. október nk.
04.10.2018
Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Vegna umfjöllunar um lyfjaskort vill Embætti landlæknis minna lækna á að hægt er að ávísa lyfjum, sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi og lyfjum sem hafa markaðsleyfi á Íslandi en eru ekki markaðssett, með undanþágulyfseðlum. Þau lyf eru oft til á lager á Íslandi og í þeim tilvikum því engin bið. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Lyfjastofnunar
28.09.2018
Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Ljóst er að inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins er mik­il upp­söfnuð þörf fyr­ir þjón­ustu lækna og því óskilj­an­legt að án fyr­ir­vara hafi verið tekið fyr­ir nýliðun í hópi sér­fræðilækna sem vilja starfa á Íslandi og veita lækn­isþjón­ustu. Þessu tíma­bili og hrá­skinns­leik stjórn­valda þarf að ljúka. Það er þörf fyr­ir fleiri sér­fræðilækna.
25.09.2018
Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Ráðstefnan er hluti af 100 ára afmælisdagskrá LÍ. Það er vel við hæfi að ræða um siðfræði erfðafræðinnar á alþjóðlegri ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði hér á landi. Það eru fá samfélög þar sem umræða um erfðafræði og áhrif hennar hefur verið eins mikil og hér á landi. Um þetta málefn eru tvö yfirlitserindi og athyglisvert málþing. Annað yfirlitserindið er flutt af Börthu Knoppers frá Kanada sem er sérfræðingur í notkun erfðaupplýsinga og er virk í mörgum alþjóðlegum samtökum á sviði erfaðfræðinnar. Hitt yfirlitserindið er flutt af Kára Stefánssyni sem óþarft er að kynna en hann mun ræða um erfðafræði alg
17.09.2018
Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna

Fyrsti félagsfundur Félags sjúkrahúslækna var haldinn 13. september. María I. Gunnbjörnsdóttir greindi frá undirbúningi stjórnar að málefnagrunni fyrir stefnumótun og framtíðarsýn fyrir félagið og lækna á fundinum. Kosnir voru 17 fulltrúar og jafn margir varafulltrúar á aðalfund LÍ sem haldinn verður í nóvember. Gunnar Mýrdal hjartaskurðlæknir var kjörinn fulltrúi FSL í stjórn LÍ frá næsta aðalfundi og tekur sæti þar ásamt Maríu formanni. Aðrir í stjórn félagsins eru Hjörtur F. Hjartarson bæklunarskurðlæknir, Sunna Snædal nýrnalæknir, Ólafur Samúelsson öldrunarlæknir og Ragnheiður Baldursdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Ánægjulegt var að sjá blómlegt starf fara af stað í félaginu og öfluga stjórn í fararbroddi. FSL kemur inn sem sterkt afl í samfélag og samtök lækna með skýra sín á hlutverk sitt.
14.09.2018
Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

“Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga”.
12.09.2018