Fréttir

Ályktun frá stjórn LÍ til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra

Á stjórnarfundi 23. apríl sl. samþykkti stjórn Læknafélags Íslands eftirfarandi ályktun til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra:
Lesa meira

Læknafélag Íslands styður frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um rafrettur

Læknafélag Íslands styður framkomið frumvarp heilbirgðisráðherra til laga um rafrettur og leggur áherslu á að tekið sé mið af þeirri lýðheilsustefnu sem mótuð hefur verið af flestum nágrannalöndum okkar og öllum Norðurlöndunum í þessum málaflokki. Frumvarpið tekur mið af ábendingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. LÍ skorar á Alþingi að tryggja með lögum og/eða reglugerðum að aðgengi á rafrettum (veipum) sé takmarkað. Það er óviðunandi að þeim árangri sem náðst hefur í tóbaksvörnum á Íslandi sé ógnað með heilsuspillandi athæfi.
Lesa meira

Leiðrétting vegna rangfærslu þingmanns

Í aðsendri grein Helgu Völu Helgadóttur þingmanns í Morgunblaðinu í dag, 23. apríl 2018, er því haldið fram að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám séu 950.000. Þetta er rangt og er harmað að þingmaðurinn skuli með þessum hætti og rangfærslum draga lækna inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ) kr. 470.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna. Að kandidatsári loknu hækka fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 514.959 til 585.471 eftir starfsaldri.
Lesa meira

Project Management: Mindhunter´s research project

Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknir atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðingja. Persónur þáttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið dr. Ann Burgess (dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, dr. Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni.
Lesa meira

Verktakagreiðslur í heilsugæslu

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf vegna fullyrðinga framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands um að það sé ódýrara fyrir heilbrigðisstofnanir að ráða heilsugæslulækna sem verktaka en sem launamenn,
Lesa meira

Ný stjórn Almenna lífeyrissjóðsins

Á aðalfundi Almenna lífeyrissjóðsins í gær 22. mars 2018 var Arna Guðmundsdóttir kjörin í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins og Oddur Ingimarsson varamaður. Auk þess að vera læknar, er Arna að ljúka MBA námi um þessar mundir og Oddur með meistaragráðu í fjármálastjórnun fyrirtækja.
Lesa meira

Yfirlýsing frá LÍ vegna fréttaflutnings um landsbyggðalækna

Læknafélag Íslands (LÍ) lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni. Um alllangt skeið hefur staðan verið sú að heilsugæslustöðvum gengur illa að manna stöður heilsugæslulækna. Um þennan vanda var fjallað á málþingi Félags ísl. heilsugæslulækna í byrjun þessa mánaðar
Lesa meira

Söfnun persónugreinanlegra heilsufarsupplýsinga

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur sent heilbrigðisráðherra bréf þar sem lýst er áhyggjum yfir því að embætti landlæknis skuli vera búið að flytja persónugreinanleg gagnasöfn sín til einkaaðila og að Persónuvernd skuli hafa þurft að gera alvarlegar athugasemdir við það með hvaða hætti embættið stóð að flutningnum.
Lesa meira

Varamaður kosinn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins í dag

Ársfundur sjóðsins verður haldinn 22. mars nk. Á fundinum verður kosið um einn varamann sem má vera af hvoru kyni. Varamenn þurfa ekki að tilkynna framboð fyrr en á ársfundi og verður þeim gefinn kostur á því að kynna sig á fundinum.
Lesa meira

Ljóða- og örsögukvöldið 2. mars

Í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands var haldið ljóða- og örsögukvöld föstudaginn 2. mars 2018.
Lesa meira