Um hádegi í dag lauk atkvæðagreiðslu um nýgerðan kjarasamning fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands, sem samningsaðilar undirrituðu hinn 15. júní sl.
Síðustu mánuði hefur samninganefnd LÍ fundað sjö sinnum með samninganefnd ríkisins, sem hefur boðið skammtímasamning til 12 mánaða með blöndu af prósentuhækkun og krónutöluhækkun, líkt og varð niðurstaðan í samningum á almennum markaði í lok síðasta árs.
Orðanefnd LÍ hélt sinn hundraðasta fund 17. apríl sl. Nefndin hefur frá árinu 2012 haldið reglulega fundi og starfað að endurskoðun og uppfærslu á Íðorðasafni lækna
Stjórn LÍ hefur skipað vinnuhóp um rafrænar sjúkraskrár. Í vinnuhópnum eru fjórir læknar, einn frá hverju aðildarfélaga LÍ, Ragnheiður Baldursdóttir frá Félagi sjúkrahúslækna, Sigurveig Margrét Stefánsdóttir frá Félagi ísl. heimilislækna, Tryggvi Helgason frá Læknafélagi Reykjavíkur og Þórdís Þorkelsdóttir frá Félagi almennra lækna. Hópurinn mun sj