Fréttir

Jólakveðja frá LÍ

Jólakveðja frá LÍ

Læknafélags Íslands óskar læknum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári
23.12.2019
Ályktun frá aðalfundi Félags krabbameinslækna

Ályktun frá aðalfundi Félags krabbameinslækna

Undanfarið hefur verið umræða um stöðu Landspítala Háskólasjúkrahúss og sparnaðaraðgerðir á þeirri stofnun. Auk þessa hefur komið í ljós að Íslendingar setja að meðaltali minna fjármagn í heilbrigðismál en helmingur OECD ríkja. Af þessu tilefni vill Félag krabbameinslækna leggja orð í belg og vekja athygli á þeim þáttum sem koma að því félagi. Í byrjun árs 2019 var birt á vef stjórnarráðsins krabbameinsáætlun fram til ársins 2020. Sú áætlun var unnin á árunum 2013-2016 eins og þar kemur fram en ráðherra hefur jafnframt ákveðið að gildistími
16.12.2019
Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 mótmælir harðlega því breska kerfi sem Landspítalinn hefur valið að nota til jafnlaunavottunar. Þrátt fyrir ítrekuð andmæli og virka upplýsingagjöf af hálfu læknaráðs og læknafélaga hafa stjórnendur spítalans haldið áfram að meta störf lækna með tæki sem tekur hvorki tillit til eðlis læknisstarfsins né menntunarkröfu lækna. Læknar munu hvorki sætta sig við að þeirra sjónarmið verði hunsuð, né að spítalinn fái jafnlaunavottun með þessum hætti, í andstöðu við lækna. Læknaráð hvetur yfirstjórn spítalans til þess að hverfa af þessari braut en nota þess í stað jafnlaunakerfi sem aðrar íslenskar heilbrigðisstofnanir hafa notað með farsælum hætti.
25.11.2019
Hafna skipuriti forstjóra

Hafna skipuriti forstjóra

Almennur fundur læknaráðs Landspítala haldinn 15. nóvember 2019 hafnar skipulagsbreytingum forstjóra Landspítala sem heilbrigðisráðherra staðfesti í september s.l. og tóku gildi þ. 1. október 2019.
22.11.2019
Læknaráð vill faglega stjórn á Landspítala

Læknaráð vill faglega stjórn á Landspítala

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 hvetur til umræðu um að skipuð verði stjórn yfir Landspítala með aðkomu fagaðila. Slík stjórn m.a. ráði forstjóra, tryggi fjármögnun og sjái til þess að spítalinn sinni þríþættu hlutverki sínu sem lækningastofnun, kennslu- og vísindastofnun.
22.11.2019
Yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á Landspítala

Yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á Landspítala

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 telur mikilvægt að endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu fari fram með víðtæku samráði við fagfólk. Tryggt verði að slík endurskoðun feli í sér að yfirlæknar sérgreina og sérdeilda beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra lækninga og að sjálfstætt læknaráð starfi áfram með þeim hætti sem verið hefur um áratuga skeið.
21.11.2019
Niðurskurður á Landspítala

Niðurskurður á Landspítala

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 harmar að Landspítalinn skuli ítrekað vera þvingaður til þess að grípa til róttækra sparnaðaraðgerða sem munu væntanlega koma niður á þjónustu við sjúklinga. Aukin fjárþörf Landspítala á sér ýmsar orsakir svo sem aukið umfang þjónustu vegna nýrra verkefna, tilkomu nýrra lyfja auk vaxandi fólksfjölda.
21.11.2019
Félag ísl. lungnalækna ályktar um rafrettur

Félag ísl. lungnalækna ályktar um rafrettur

Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna var haldinn 25.október s.l. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:
13.11.2019
Brot úr sögu CPME - hvað gerir CPME fyrir lækna

Brot úr sögu CPME - hvað gerir CPME fyrir lækna

Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að læknafélög 6 landa í Evrópu, frá Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Lúxemborg og Hollandi, stofnuðu með sér samtök sem fengu heitið CPME, Comité Permanent des Médecins Européens. Stofnfundurinn var haldinn í Amsterdam 23.október 1959. Á ensku kallast CPME Standing Committee of European Doctors og á íslensku ýmist Evrópusamtök lækna eða Samtök evrópskra læknafélaga. Þrjú lönd bættust í hópinn 1973 eða Danmörk, Bretland og Írland en Ísland t.d. ekki fyrr en 1995. Nú er CPME vettvangur fyrir 1,7 milljónir lækna, 28 lönd eru
11.11.2019
CPME fagnar 60 ára afmæli

CPME fagnar 60 ára afmæli

Út er komið þrítugasta fréttabréf Evrópusamtaka lækna, CPME. Fréttabréfið er tileinkað 60 ára afmæli samtakanna en þau voru stofnuð 23. október 1959 í Amsterdam. Í dag er CPME í forsvari fyrir rúmlega 1,7 milljón lækna í 28 læknafélögum í Evrópu auk nokkura aukaaðildarfélaga.
01.11.2019