Fréttakerfi

Ályktun læknaráðs Landspítala varðandi lyfjaskort

Á undanförnum árum hefur það allt of oft gerst að lífsnauðsynleg lyf eru ekki fáanleg hér á landi. Þetta veldur ekki bara óþægindum fyrir lækna sem ávísa lyfjunum heldur getur verið lífshættulegt sjúklingum.
Lesa meira

Sumarúthlutun orlofshúsa

Síðasti dagur til að sækja um orlofshús fyrir sumarið 2019 er miðvikudagurinn 10. apríl og er hægt að sækja um til kl. 24.
Lesa meira

Jafnlaunavottun - risastórt hagsmunamál lækna á Landspítala

Landspítali þarf lögum samkvæmt að öðlast jafnlaunavottun. Það liggur fyrir að ákvarðanir teknar á þeirri vegferð munu hafa ráðandi áhrif á launaþróun lækna til skamms og langs tíma og er því afar mikilvægt að vel sé að málum staðið frá upphafi. Því miður virðist sem víða sé pottur brotinn.
Lesa meira

Læknaráð ósátt við nýtt starfsmatskerfi

Læknaráð Landspítala segir að starfsmatskerfi sem Landspítalinn notar til að flokka störf vegna jafnlaunavottunar endurspegli ekki eðli og inntak læknisstarfsins. Kerfið sem spítalinn notast við er frá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS og hefur verið breytt nokkuð til notkunar hérlendis. Læknaráð segir að breska kerfið taki ekki til lækna. Því sé mikilvægt að meta að verðleikum bæði lengd læknanáms og endanlega ábyrgð lækna á greiningu og meðferð sjúklinga.
Lesa meira

Aprílblað Læknablaðsins 2019 er komið út

Leiðara skrifa Davíð O. Arnar og Sigríður Dóra Magnúsdóttir og fræðigreinarnar fjalla um gláku, gallblöðrubólgu og skurðsýkingar. Norrænu læknafélögin svara nokkrum spurningum, ungskáld segir frá ljóðabók sinni og Ýr Sigurðardóttir frá dvöl sinni í Bandaríkjunum. Berklar, Brexit og óþarfa rjátl um skurðstofur er meðal efnis í blaðinu. Guðrún Ása Björnsdóttir skrifar Úr penna stjórnarmann LÍ.
Lesa meira

Fjármálaáætlun og megináherslurnar í heilbrigðismálum

Stórauknum fjármunum verður varið til að lækka greiðslubyrði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, styrkja geðheilbrigðisþjónustuna um allt land og efla heilbrigðisþjónustu við aldraða samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin endurspeglar áherslur heilbrigðisráðherra og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Fjármálaáætlunin var lögð fram 23. mars og fyrri umræða um hana fer nú fram á Alþingi.
Lesa meira

Brýn þörf á að stækka gjörgæslu

Skort­ur á gjör­gæslu­rým­um er viðvar­andi vanda­mál á Land­spít­al­an­um og lausn á því ekki í sjón­máli, að sögn Gunn­ars Mýr­dal Ein­ars­son­ar, yf­ir­lækn­is hjarta- og lungna­sk­urðdeild­ar Land­spít­al­ans. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann vanta stærra hús­næði og fleira sér­hæft starfs­fólk svo hægt sé að fjölga gjör­gæslu­rým­um á spít­al­an­um. „Ef við lít­um á töl­fræðina þá vant­ar okk­ur 7-10 gjör­gæslupláss til að stand­ast alþjóðleg­an sam­an­b­urð miðað við fólks­fjölda.“ Á Land­spít­ala eru 13 gjör­gæslupláss. „Þetta er allt gjör­gæslu­rýmið á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun fyr­ir megnið af land­inu. Þetta er ekki nóg fyr­ir 350 þúsund íbúa og alla ferðamenn­ina sem hingað koma,“ seg­ir hann.
Lesa meira

Evrópskir læknar vilja betri merkingar á áfenga drykki

Í fréttatilkynningu CPME (Evrópusamtök lækna) sem birtist fimmtudaginn 21. mars sl. skora samtökin á Evrópusambandið að afnema undanþágur sem áfengir drykkir njóta varðandi merkingar þannig að framvegis gildi sömu merkingarreglur um áfengi og nú gilda um matvæli og óáfenga drykki. CPME leggur til að ekki verði samþykktar tillögur áfengisframleiðenda um það að upplýsingar um áfenga drykki verði á heimasíðum þeirra í stað þess að vera á vörunni sjálfri.
Lesa meira

Segir seinkun klukkunnar geta haft áhrif á hreyfingu ungmenna

Tryggvi Helga­son barna­læknir telur það lík­legt að með til­færslu klukk­unnar muni hreyf­ing ung­menna minnka. Hann bendir á að með til­færslu klukk­unnar fækki björtum stundum að lokn­um ­skóla- og vinnu­degi en rann­sóknir hafi sýnt að tengsl séu á milli dags­birtu og hreyf­ingar ung­linga hér á land­i. Í rit­stjórn­ar­grein sinni í nýjasta tölu­blað­i Lækna­blaðs­ins ­gagn­rýn­ir ­Tryggvi að engin áhersla hafi ver­ið lögð á áhrif ­klukk­unn­ar á hreyf­ingu ung­menna hvorki í skýrslu starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um klukku­breyt­ing­una né í umfjöllun fjöl­miðla. Enn fremur segir hann skýrslu starfs­hóps­ins vera ein­hliða og mikið gert úr kostum klukku­breyt­ingar en lítið úr göll­u­m.
Lesa meira

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Skortur er á heilsugæslulæknum á stórum svæðum vítt og breitt um landið og segir formaður Félags heilsugæslulækna stöðuna ekki bjóðandi nútímafólki hér á landi. Hún telur að það þurfi að fjölga nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Félag heilsugæslulækna hefur lagt inn umsögn um heilbrigðisáætlun til ársins 2030 sem nú liggur fyrir þinginu. Þar er farið yfir að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og úrbóta þörf.
Lesa meira