Fréttakerfi

Í sjálfheldu fábreytileika og aukinna útgjalda

Krafan um stöðugt aukin ríkisútgjöld er sterk. Þrátt fyrir gríðarlega aukningu á síðustu árum vantar fjármuni í alla málaflokka, sé tekið mið af fréttum, ákalli hagsmunaaðila og kröfum stjórnmálamanna að því er virðist úr öllum flokkum. Það vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, í vantar fjármuni í heilbrigðiskerfið, íalmannatryggingar, í menntakerfið, í samgöngur og löggæslu. Umhverfismál eru sögð fjársvelt, viðsetjum ekki næga peninga í þróunar
Lesa meira

Læknaráð og vandi Landspítalans

Málefni Landspítalans, sérstaklega bráðamóttökunnar, hafa verið í brennidepli umræðunnar undanfarnar vikur. Starfsfólk Landspítalans, bæði læknar og hjúkrunarfræðingar, hefur komið fram í fjölmiðlum og rætt þá erfiðu stöðu sem uppi er. Það sem helst brennur á læknum Landspítalans er að sífellt oftar kemur upp sú staða að þeir eiga erfitt með að veita sjúklingum sínum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og sem læknum ber að veita samkvæmt læknaeiðnum. Vegna álags getur verið mikill þrýstingur á starfsfólk að vinna hratt og útskrifa sjúklinga sem fyrst en það samrýmist ekki alltaf bestu hagsmunum og öryggi sjúklinga. Til að veita góða heilbrigðisþjónustu þarf tíma, nægt starfslið og aðstöðu – og þar með nægt fjármag
Lesa meira

Læknar og lyfjaframleiðendur semja um siðareglur

Formaður Lækna­fé­lags Íslands og fram­kvæmda­stjóri Frum­taka, sam­taka lyfja­fram­leiðenda á Íslandi, skrifuðu und­ir nýjan samn­ing um sam­skipti lækna og fyr­ir­tækja sem fram­leiða og flytja inn lyf við setn­ingu Læknadaga 2020 í Hörpu í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu byggja siðaregl­urn­ar á ný­upp­færðum regl­um Evr­ópu­sam­taka frum­lyfja­fram­leiðenda. Þar seg­ir jafn­framt að sam­skipti lækna og lyfja­fyr­ir­tækja séu mik­il­væg­ur þátt­ur í betri lyfjameðferð við sjúk­dóm­um og fræðslu lækna um meðferð lyfja.
Lesa meira

Læknadagar 2020

Læknadagar hefjast í næstu viku og standa frá mánudegi 20. janúar til föstudagsins 24. janúar Hörpu. Læknadagar eru fræða- og símenntunarþing Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands. Læknadagar eru aðeins opnir læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, hægt að skrá sig á staðnum. Á mánudegi er dagskráin helguð 50 ára sögu barna- og unglingageðlækninga á Íslandi. Heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir ávarpar málþingið í upphafi dags. Samhliða er dagskrá um efnaskipadúettinn offitu og sykursýki 2. Boðið er jafnframt upp á hádegisverðafundi um framtíð og þróun almennra lyflækninga á sjúkrahúsum landsins og í samvinnu við Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar hádegisfundur um baráttuna við holdsveikina og Holdsveikraspítalann í Laugarnesi.
Lesa meira

Stefna Landspítalans - á hverra ábyrgð?

Læknafélag Íslands (LÍ) hefur að gefnu tilefni sent erindi til sóttvarnalæknis, Vinnueftirlits ríkisins, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Persónuverndar og Embættis landlæknis og vakið athygli þessara stofnana á stöðu mála á Landspítala m.a. m.t.t. öryggis sjúklinga, öryggis starfsmanna, persónuverndar, sóttvarna og eldvarna. Álag á Landspítalann er komið yfir þolmörk eins og heyra má af lýsingum starfsfólks og starfsemistölur staðfesta. Þær sýna stigvaxandi fjölda bráðveikra sjúklinga sem þurfa innlögn á sjúkrahús. Einn mælikvarði á álagið er fjöldi dvalardaga sjúklinga á bráðadeild í hverjum útskriftarmánuði. Áhyggjur af þessum hópi sjúklinga, sem ekki komast strax á viðeigkomast strax á viðeigandi meðferðardeildir en þarf þess í stað að dvelja áfram við óviðunandi og ótryggar aðstæður á bráðamóttökunni, hafa kallað á sterk viðbrögð í samfélaginu.
Lesa meira

Ráðherrahroki

Það er gullvæg regla að fara vel með það sem manni er treyst fyrir. Þessa reglu ættu ráðamenn landsins að festa í hjarta sér þegar þeir taka við embættum sínum. Þannig á ráðherra að láta sér annt um málaflokkinn sem honum er trúað fyrir og gera sér grein fyrir ábyrgð sinni, en ekki umvefja sig hroka og tala niður til fólks mæti hann mótbyr í starfi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var sjálfri sér verst á dögunum á fundi með læknaráði, eftir að hafa verið spurð hvaða tillögur hún sæi fyrir sér í sambandi við lausn á neyðarástandi sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans. Hún sagði: „Það er töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala þegar koma ályktanir á færibandi sem tala um að þessi stofnun sé nánast hættuleg.“
Lesa meira

Hótun heilbrigðisráðherra

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði nýlega á fundi læknaráðs Landspítalans að það væri mikil áskorun fyrir hana að standa með spítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu stofnunarinnar kæmu út á færibandi. Þetta er fordæmalaust tal ráðherra til starfsmanna opinberrar stofnunar. Það sem ráðherra er að segja er skýrt: Tali starfsmenn Landspítala um ástand mála innan veggja hans er ekki sjálfgefið að hún hafi áhuga á að vinna að lausnum á vanda stofnunarinnar. Allir skilja hvað þetta þýðir í raun og veru. Álykti starfsfólk eða segi frá á annan veg en ráðherra þóknast kemur það niður á fjárveitingum til spítalans. Grímulausari getur hótunin vart verið.
Lesa meira

Engin plön um að lyfta Íslandi úr botnsætinu

Ráðherrar bera ábyrgð. Þeir komast ekki hjá því að láta kalda rökhyggju ráða för. Hinir, sem minni ábyrgð bera, eru frjálsari að því að tala á nótum tilfinninga. Fáir þekkja betur en núverandi heilbrigðisráðherra, að sú staða er miklu þægilegri þegar tala þarf til kjósenda um heilbrigðismál.
Lesa meira

Velferðarnefnd fundaði með læknum um stöðu heilbrigðismála

Velferðarnefnd kallaði til gesti á fund sinn þann 14.1. sl. þar sem rædd var staða heilbrigðiskerfisins. Guðrún Ása Björnsdóttir, formaður Félags almennra lækna, segir að fundurinn hafi verið mjög góður og gott að leitað sé til lækna til að heyra þeirra skoðun á stöðunni. „Það er jákvætt að velferðarnefnd hafi kallað til sín lækna héðan og þaðan og af gólfinu til þess að koma sínum skoðunum og sjónarmiðum á framfæri,“ segir Guðrún Ása í samtali við Fréttablaðið. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gagnrýndi orðaval lækna í umræðunni um Landspítalann á fundi Læknaráðs í gær og sagði að orðræða þeirra væri skaðleg. Kallaði hún eftir því að læknar stæðu betur með sér í leit að lausnum. Helga Vala Helga­dóttir, for­maður vel­ferðar­nefndar Al­þingis, segist í sam­tali við Frétta­blaðið ekki skilja hvað Svan­dísi gekk til með orðum sínum.
Lesa meira

Heilbrigðisráðherra vill ekki að læknar tali um neyðarástand

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á fundi með læknaráði í gær að það væri mikil áskorun fyrir hana að standa með Landspítalanum þegar ályktanir um slæma stöðu stofnunarinnar kæmu út á færibandi. Hún lýsti yfir vonbrigðum með orðanotkun lækna eftir að vísað var í ástandið á bráðamóttökunni sem „neyðarástandi“ og „skelfingarflækju“. „Okkur langar mikið til að heyra hvað ráðherra leggur til, bæði af fjármagni og góðum ráðum, til að greiða úr ‏þessari skelfingarflækju sem blasir við hér á hverjum degi og hefur blasið við liðið ár,“ var spurt úr sal og lýsti Svandís yfir vonbrigðum um að umræður um neyðarástand væru á lofti.
Lesa meira