Fréttakerfi

Skrifstofur LÍ loka kl. 14:00 í dag

Skrifstofur LÍ loka kl. 14:00 í dag sökum slæmrar veðurspár og viðvarana frá Almannavörnum.
Lesa meira

Undrast að vera einir sviptir fastri yfirvinnu

Læknar á Landspítalanum eru mjög ósáttir við að laun þeirra lækki í niðurskurðaraðgerðum spítalans. Landspítalinn sagði upp óunninni yfirvinnu lækna sem hluta af aðgerðum til að draga úr kostnaði við rekstur sjúkrahússins. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 að mikil óánægja væri vegna þessa. Félagið hefur mótmælt því að hluta ráðningarsamninga lækna sé sagt upp. Hann segir ólaunaða yfirvinnu í raun rangnefni. „Henni er ætlað að greiða fyrir tilfallandi yfirvinnu með jöfnum hætti sem þarf ekki að vera að tímamæla.“ Þetta eigi til dæmis við þegar læknir sé með veikan sjúkling og geti ekki farið, skurðlæknir sé í aðgerð eða læknir að innrita sjúkling fram yfir lok vaktar eða dagvinnu. „Í dag er þetta ekki greitt. Það fæst ekki greidd yfirvinna samkvæmt stimpilmælingunni. Þá hefur verið gripið til þess að hafa fasta yfirvinnu sem tekur á þessu að meðaltali.“
Lesa meira

Forstjóri hunzar faglegar ábendingar

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 mótmælir harðlega því breska kerfi sem Landspítalinn hefur valið að nota til jafnlaunavottunar. Þrátt fyrir ítrekuð andmæli og virka upplýsingagjöf af hálfu læknaráðs og læknafélaga hafa stjórnendur spítalans haldið áfram að meta störf lækna með tæki sem tekur hvorki tillit til eðlis læknisstarfsins né menntunarkröfu lækna. Læknar munu hvorki sætta sig við að þeirra sjónarmið verði hunsuð, né að spítalinn fái jafnlaunavottun með þessum hætti, í andstöðu við lækna. Læknaráð hvetur yfirstjórn spítalans til þess að hverfa af þessari braut en nota þess í stað jafnlaunakerfi sem aðrar íslenskar heilbrigðisstofnanir hafa notað með farsælum hætti.
Lesa meira

Hafna skipuriti forstjóra

Almennur fundur læknaráðs Landspítala haldinn 15. nóvember 2019 hafnar skipulagsbreytingum forstjóra Landspítala sem heilbrigðisráðherra staðfesti í september s.l. og tóku gildi þ. 1. október 2019.
Lesa meira

Læknaráð vill faglega stjórn á Landspítala

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 hvetur til umræðu um að skipuð verði stjórn yfir Landspítala með aðkomu fagaðila. Slík stjórn m.a. ráði forstjóra, tryggi fjármögnun og sjái til þess að spítalinn sinni þríþættu hlutverki sínu sem lækningastofnun, kennslu- og vísindastofnun.
Lesa meira

Yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á Landspítala

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 telur mikilvægt að endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu fari fram með víðtæku samráði við fagfólk. Tryggt verði að slík endurskoðun feli í sér að yfirlæknar sérgreina og sérdeilda beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra lækninga og að sjálfstætt læknaráð starfi áfram með þeim hætti sem verið hefur um áratuga skeið.
Lesa meira

Niðurskurður á Landspítala

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 harmar að Landspítalinn skuli ítrekað vera þvingaður til þess að grípa til róttækra sparnaðaraðgerða sem munu væntanlega koma niður á þjónustu við sjúklinga. Aukin fjárþörf Landspítala á sér ýmsar orsakir svo sem aukið umfang þjónustu vegna nýrra verkefna, tilkomu nýrra lyfja auk vaxandi fólksfjölda.
Lesa meira

Félag ísl. lungnalækna ályktar um rafrettur

Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna var haldinn 25.október s.l. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:
Lesa meira

Alvarlegir annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands óskuðu á dögunum eftir úttekt KPMG á starfsumhverfi þjónustuveitenda í heilbrigðisþjónustu. Þetta eru allt aðilar sem semja við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um sína þjónustu. Það er athyglisvert í sjálfu sér að stærstu viðsemjendur SÍ taki höndum saman um slíkt verkefni. Ástæðan er sú að allir þessir aðilar telja vera alvarlega annmarka á núverandi kerfi í kringum kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar frá 2018 vakti athygli á mörgum þessara atriða. Í þá skýrslu vantað þó ýmis atriði og ekki síst að greina frá þeim alvarlegu afleiðingum sem þessir annmarkar geta haft fyrir þjónustuveitendur, en ekki síður fyrir þá skjólstæðinga sem reiða sig á þessa þjónustu.
Lesa meira

Brot úr sögu CPME - hvað gerir CPME fyrir lækna

Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að læknafélög 6 landa í Evrópu, frá Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Lúxemborg og Hollandi, stofnuðu með sér samtök sem fengu heitið CPME, Comité Permanent des Médecins Européens. Stofnfundurinn var haldinn í Amsterdam 23.október 1959. Á ensku kallast CPME Standing Committee of European Doctors og á íslensku ýmist Evrópusamtök lækna eða Samtök evrópskra læknafélaga. Þrjú lönd bættust í hópinn 1973 eða Danmörk, Bretland og Írland en Ísland t.d. ekki fyrr en 1995. Nú er CPME vettvangur fyrir 1,7 milljónir lækna, 28 lönd eru
Lesa meira