Fréttakerfi

Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Bólusetningar eru sú aðgerð sem hefur bjargað langflestum mannslífum á heimsvísu, nema ef vera skyldi að tryggja aðgang að hreinu vatni, segir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Þarna er ekki síst verið að tala um börn yngri en fimm ára. Hann segir hins vegar að bólusetningar séu fórnarlömb eigin velgengni. „Með tilkomu bóluefnanna hverfa margir af þessum sjúkdómum sem þóttu hryllilegir og voru það sannarlega. Eftir stendur þá minningin um þessa sjúkdóma sem smám saman snjóar yfir. Þá er það eina sem fólk horfir á, hvaða skaðlegu afleiðingar gæti það haft að bólusetja barnið mitt? Það gleymir sjúkdómnum og fer að hugsa um – hvað um þennan eina af 500.000 sem verður fyrir aukaverkun af bólusetningum? Það hefur síðan leitt af sér þetta vandamál sem hefur komið upp undanfarin ár og er kallað bólusetningarhik, þar sem foreldrar hika við að láta bólusetja börnin sín af ótta við aukaverkanirnar. Það er eitthvað sem við þurfum að taka alvarlega. Það er ekki hægt að segja bara – hættið þessari vitleysu og látið bólusetja börnin ykkar! Það þarf að taka þetta samtal og vinna á þessu hiki,“ segir Valtýr.
Lesa meira

Ályktun frá Félagi íslenskra endurhæfingarlækna

Félag íslenskra endurhæfingarlækna samþykkti eftirfarandi ályktun á félagsfundi 16. október 2019: Félagið fordæmir vinnubrögð stjórnarformanns og varaformanns stjórnar SÍBS gagnvart forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga Reykjalundar, með fyrirvaralausum uppsögnum án skýringa. Háttsemin hefur markast af hroka og virðingarleysi gagnvart einstaklingum og skilningsleysi á mikilvægi þeirrar starfsemi sem fram fer á Reykjalundi. Fjarlægð og áhugaleysi forsvarsmanna SÍBS gagnvart starfseminni hefur verið viðvarandi um langt skeið, m.a. vegna viðhorfa sem snúast meira um fjármuni en gæði og mikilvægi þjónustunnar. Það litla traust sem fyrir var á stjórn SÍBS er að engu orðið í kjölfar þessara atburða.
Lesa meira

Segir rafrettur ekki "saklausa neysluvöru"

Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, þingmaður VG, gerði skaðsemi rafrettna að um­fjöll­un­ar­efni sínu und­ir liðnum störf þings­ins í dag. Hann sagði að ým­is­legt hefði gerst sem ástæða væri til að hafa áhyggj­ur af síðan lög um rafrett­ur og áfyll­ing­ar tóku gildi í mars. „Í vor, sum­ar og nú í haust hafa komið fram upp­lýs­ing­ar, m.a. úr ritrýnd­um lækna­tíma­rit­um, um skaðsemi rafsíga­rettna. Banda­rísk yf­ir­völd hafa gripið til ráðstaf­ana til að setja meiri skorður við dreif­ingu og sölu þeirra og evr­ópsku lungna­lækna­sam­tök­in hafa sagt að ekki sé hægt að mæla með rafsíga­rett­um sem tæki til að hjálpa fólki að hætta að reykja en það voru, eins og marg­ir muna, ein af meg­in­rök­un­um sem notuð voru í um­sögn­um og umræðum um málið á sín­um tíma,“ sagði Ólaf­ur Þór.
Lesa meira

Ótækt að læknar geti ekki samið um laun

Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það.
Lesa meira

Landlæknir: Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum

Alma Möller land­læknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heil­brigð­is­stéttum í kjöl­far nið­ur­staðna könn­unar um líðan og starfs­að­stæður lækna. Nið­ur­stöð­urnar sýna að um helm­ingur kven­kyns lækna hafa orðið fyrir kyn­ferð­is­legu áreitni. Jafn­framt kemur fram í nið­ur­stöð­unum að meiri­hluti kven­lækna telja sig undir miklu á álagi en Alma bendir jafn­framt á að rann­sóknir hafi sýnt að konur skili enn inn fleiri vinnu­stundum heima. Þetta kemur fram í við­tali við Ölmu í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins.
Lesa meira

Segir starfsmatskerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri ónothæft

For­maður Lækna­fé­lags Ís­lands segir jafn­launa­vottunar­kerfi Land­spítalans og Sjúkra­hússins á Akur­eyri ó­not­hæft og það taki ekki mið af störfum lækna. Hann segir mann­auðs­svið Land­spítalans hafa kallað lækna á fundi vegna kerfisins á miklum á­lags­tímum.
Lesa meira

Ályktanir aðalfundar LÍ 2019

Aðalfundur LÍ 2019 samþykkti fjórtán ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál, auk fimm, sem snúa að innra starfi félagsins og einnar sem send verður heilbrigðisstofnunum.
Lesa meira

Aðalfundi LÍ 2019 er lokið

Aðalfundi Læknafélags Íslands 2019 lauk á Siglufirði kl. 17:10 í dag. Aðalfundurinn samþykkti fjölmargar ályktanir sem sendar verða fjölmiðlum á næstu dögum og birtar um leið á heimasíðu LÍ.
Lesa meira

Fréttir af aðalfundi LÍ

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2019 hófst í gær, 26. september á Siglufirði. Formaður LÍ, Reynir Arngrímsson ávarpaði aðalfundarfulltrúa við setningu aðalfundarins. Landlæknir Alma D. Möller var viðstödd setningu fundarins og ávarpaði aðalfundarfulltrúa. Kjörnir aðalfundarfulltrúar eru 68 en aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum sem eru nú rúmlega 1400.
Lesa meira

Þetta eru mjög sláandi og alvarlegar tölur

Um 7% kven­kyns lækna höfðu upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði árið 2018 og 47% kven­kyns lækna ein­hvern tíma á starfsæv­inni. Þetta kem­ur fram í könn­un á líðan og starfs­hátt­um lækna sem Lækna­fé­lag Íslands lét gera í októ­ber árið 2018. Ólöf Sara Árna­dótt­ir, handa­skurðlækn­ir á Land­spít­al­an­um og formaður sam­skipta- og jafn­rétt­is­nefnd­ar Lækna­fé­lags Íslands, greindi frá niður­stöðunni í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um #met­oo-hreyf­ing­una sem hald­in er í Hörpu. Um 1% karl­kyns lækna hafði upp­lifað kyn­ferðis­lega áreitni í vinnu síðastliðna þrjá mánuði og 13% á starfsæv­inni. Könn­un­in nær til allra lækna sem eru skráðir í Lækna­fé­lagið. Ung­ir lækna­nem­ar einkum kon­ur eru í mestri hættu á að verða fyr­ir kyn­ferðis­legri áreitni. Þess má geta að könn­un­in var gerð tæpu ári eft­ir að #met­oo-bylt­ing­in náði hæstu hæðum hér á landi.
Lesa meira