Fréttakerfi

Aðalfundur LÍ 2018

Aðalfundur Læknafélags Íslands (LÍ) 2018 verður haldinn 8. og 9. nóvember nk. í Hlíðasmára 8 og hefst kl. 15 þann 8. nóvember. Aðildarfélögin fjögur hafa þegar fengið tilkynningu frá LÍ um fjölda aðalfundarfulltrúa hvers félags á aðalfundinum. Aðalfundargögn skal birta á heimasíðu LÍ eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en kl. 15 fimmtudaginn 25. október nk.
Lesa meira

Ábending til lækna vegna umfjöllunar um lyfjaskort

Vegna umfjöllunar um lyfjaskort vill Embætti landlæknis minna lækna á að hægt er að ávísa lyfjum, sem ekki hafa markaðsleyfi á Íslandi og lyfjum sem hafa markaðsleyfi á Íslandi en eru ekki markaðssett, með undanþágulyfseðlum. Þau lyf eru oft til á lager á Íslandi og í þeim tilvikum því engin bið. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Lyfjastofnunar
Lesa meira

Samningar um jafna aðstöðu til heilbrigðisþjónustu

Ljóst er að inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins er mik­il upp­söfnuð þörf fyr­ir þjón­ustu lækna og því óskilj­an­legt að án fyr­ir­vara hafi verið tekið fyr­ir nýliðun í hópi sér­fræðilækna sem vilja starfa á Íslandi og veita lækn­isþjón­ustu. Þessu tíma­bili og hrá­skinns­leik stjórn­valda þarf að ljúka. Það er þörf fyr­ir fleiri sér­fræðilækna.
Lesa meira

það sem ekki er sagt

"Fram­legð heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er mik­il­væg fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lagið. Ráðherra stefn­ir nú í að hleypa heil­brigðis­kerf­inu í upp­nám" segja þeir Högni Óskarsson, Sigurður Árnason og Sigurður Guðmundsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 2018.
Lesa meira

Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt.
Lesa meira

Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál

“Heil­brigðisþing verður haldið 2. nóv­em­ber, en það verður opið al­menn­ingi og hag­höf­um. Því næst verða drög að heil­brigðis­stefnu sett í sam­ráðsgátt og síðan verður unnið að gerð þings­álykt­un­ar­til­lögu sem von­andi verður lögð fyr­ir Alþingi á vorþingi. Þá koma að mál­inu all­ir flokk­ar sem full­trúa eiga á Alþingi.” Skrifar Svandís Svavarsdóttir í Pistli dagsins í Morgunblaðinu í dag 19. september 2018
Lesa meira

Ráðherra ekki heimilt að banna samninga

Fyr­ir­mæli heil­brigðisráðherra til Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja sér­fræðilækni um skrán­ingu á ramma­samn­ing Sjúkra­trygg­inga og Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur voru hald­in svo mikl­um ann­mörk­um að ákvörðun Sjúkra­trygg­inga sem á þeim bygg­ist er dæmd ógild.
Lesa meira

Sérfræðilæknir vinnur mál gegn ríkinu

Lesa meira

Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna.
Lesa meira

Siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu 2.-4. okt. 2018

Ráðstefnan er hluti af 100 ára afmælisdagskrá LÍ. Það er vel við hæfi að ræða um siðfræði erfðafræðinnar á alþjóðlegri ráðstefnu um læknisfræðilega siðfræði hér á landi. Það eru fá samfélög þar sem umræða um erfðafræði og áhrif hennar hefur verið eins mikil og hér á landi. Um þetta málefn eru tvö yfirlitserindi og athyglisvert málþing. Annað yfirlitserindið er flutt af Börthu Knoppers frá Kanada sem er sérfræðingur í notkun erfðaupplýsinga og er virk í mörgum alþjóðlegum samtökum á sviði erfaðfræðinnar. Hitt yfirlitserindið er flutt af Kára Stefánssyni sem óþarft er að kynna en hann mun ræða um erfðafræði alg
Lesa meira