Læknafélag Íslands hafnar skýringum á rekstrarvanda Landspítala og bendir á að tölur um meðalvinnuviku lækna, sem spítalinn hefur birt, séu ekki í samræmi við raunverulegt vinnuframlag.
„Fyrir það vinnuframlag kannast læknar ekki við þessar tölur hjá sjálfum sér eða sínu starfsfólki,“ segir í yfirlýsingu félagsins.
Félagið bendir einnig á að eftir kjarabætur hafi tekist betur að fá lækna til starfa á Íslandi, en aðstæður sjúklinga séu enn langt frá því að vera viðunandi.
„Það felst sóun í því að um og yfir 100 sjúklingar bíði eftir hjúkrunarrými í legurýmum spítalans – sem eru margfalt dýrari en hjúkrunarrýmin,“ segir Læknafélagið.
Læknafélag Íslands
Hlíðasmári 8, 201 Kópavogur - lis@lis.is
Afgreiðslutími
Mánudaga til fimmtudaga 9-16
Föstudaga 9-13