Segir að stefni hratt í að ákveðin byggðarlög verði læknislaus á næstu árum
Ef ekkert verður að gert stefnir hratt í að ákveðin byggðarlög verði læknislaus innan fárra ára. Þetta segir Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Hún segir að heilbrigðisþjónustan hangi víða á bláþræði vegna manneklu og fjöldi lækna sé að komast á eftirlaunaaldur og ekki sé að sjá að einhver komi í þeirra stað.
22.06.2022