Steinunn kosin formaður siðfræðinefndar WMA

Á sumardaginn fyrsta (20. apríl) var Steinunn Þórðardóttir, formaðurinn LÍ, kosin formaður siðfræðinefndar (Medical Ethics Committee - MEC) Alþjóðasamtaka lækna (WMA) á vorfundi samtakanna sem nú er haldinn í Nairobi í Kenya.

Þetta er mikill heiður, fyrst og fremst fyrir hana en einnig fyrir LÍ. Steinunn situr sem fulltrúi LÍ í stjórn (council) WMA og hefur gert frá byrjun árs 2022.

Myndin er frá fundinum í Nairobi.