Steinunn Þórðardóttir sjálfkjörinn formaður LÍ

 

Kl. 14:00 í dag lauk síðari framboðsfresti til formanns stjórnar LÍ sem tekur við á aðalfundi LÍ 2023. Í fyrri framboðsfresti barst framboð frá sitjandi formanni, Steinunni Þórðardóttur. Engin fleiri framboð bárust í síðari framboðsfresti.

Steinunn Þórðardóttir er því sjálfkjörinn formaður stjórnar LÍ frá aðalfundi 2023 til tveggja ára.