Í viðtali við Kvöldfréttir RÚV í gær sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, að núgildandi lög hindri lækna í að tilkynna ofbeldi til lögreglu nema með samþykki sjúklings. Hún telur að þetta setji öryggi skjólstæðinga í hættu og kallar eftir lagabreytingum sem veita heilbrigðisstarfsfólki skýrari heimildir til að bregðast við alvarlegu ofbeldi.
Hér má nálgast fréttina á RÚV