Þann 18. nóvember hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja sem haldin er að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en dagurinn 18. nóvember er einnig sérstaklega helgaður vitundarvakningu í Evrópu af Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC).
Í nýlegri könnun læknaráðs Landspítala og Læknafélags Íslands (LÍ) meðal lækna sjúkrahússins kom fram að innan við þriðjungur taldi mönnun vera fullnægjandi og tryggja öryggi sjúklinga öllum stundum á sinni starfseiningu. Þótt áríðandi sé að bregðast við slíku nú þegar verður einnig að hyggja að því hvernig tryggja má að heilbrigðiskerfið verði sjálfbært um læknisþjónustu þegar til lengri tíma er litið.
Á nýafstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var í Reykjavík 29. og 30. október var eindregnum stuðningi lýst yfir við störf sóttvarnalæknis á tímum COVID-19 farsóttarinnar og mælst til þess að almenningur standi áfram með sóttvarnayfirvöldum.
Innan Læknafélags Íslands hefur lengi ríkt sú skoðun að íslenskt heilbrigðiskerfi þurfi að vera sjálfbært og geta aðlagast breytilegum sviðsmyndum og álagi af ólíkum toga. Þar skiptir meginmáli að íbúar og þarfir þeirra séu ætíð hafðir í forgrunni. Styrkleikar og hagkvæmni ólíkra rekstrarforma séu nýttir þar sem horft er til gæða, öryggis og hagkvæmni í rekstri.
Fimmtudaginn 28. október 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag. Í skýrslunni er fjallað um kjarasamningalotuna sem hófst á vormánuðum 2019 og er senn að ljúka, þróun efnahagsmála og launa.