Í dag hófst sameiginleg herferð Læknafélags Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og BHM undir slagorðinu Sem betur fer. Félögin vilja með herferðinni vekja athygli á mikilvægi háskólamenntaðs fólks fyrir heilbrigði þjóðarinnar, verðmætasköpun í samfélaginu, samkeppnisstöðu á alþjóðavettvangi og sjálfbærni landsins til framtíðar.
Læknafélag Íslands (LÍ) fagnar því að stjórnvöld virðist ætla að leggja aukna áherslu á samráð og samtal við helstu hagaðila um viðbrögð og áherslur til viðhalds og eflingar heilbrigðiskerfisins. Félagið vill að þessu tilefni koma eftirfarandi á framfæri í kjölfar fundar með fulltrúum nokkurra heillbrigðisstétta (hjúkrunarfræðnga, lækna og sjúkraliða), sem haldinn var 6. ágúst 2021.