Fréttir

Hafna skipuriti forstjóra

Hafna skipuriti forstjóra

Almennur fundur læknaráðs Landspítala haldinn 15. nóvember 2019 hafnar skipulagsbreytingum forstjóra Landspítala sem heilbrigðisráðherra staðfesti í september s.l. og tóku gildi þ. 1. október 2019.
22.11.2019
Læknaráð vill faglega stjórn á Landspítala

Læknaráð vill faglega stjórn á Landspítala

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 hvetur til umræðu um að skipuð verði stjórn yfir Landspítala með aðkomu fagaðila. Slík stjórn m.a. ráði forstjóra, tryggi fjármögnun og sjái til þess að spítalinn sinni þríþættu hlutverki sínu sem lækningastofnun, kennslu- og vísindastofnun.
22.11.2019
Yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á Landspítala

Yfirlæknar beri áfram faglega ábyrgð á Landspítala

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 telur mikilvægt að endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjónustu fari fram með víðtæku samráði við fagfólk. Tryggt verði að slík endurskoðun feli í sér að yfirlæknar sérgreina og sérdeilda beri áfram faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem undir þá heyrir gagnvart framkvæmdastjóra lækninga og að sjálfstætt læknaráð starfi áfram með þeim hætti sem verið hefur um áratuga skeið.
21.11.2019
Niðurskurður á Landspítala

Niðurskurður á Landspítala

Almennur læknaráðsfundur þann 15. nóvember 2019 harmar að Landspítalinn skuli ítrekað vera þvingaður til þess að grípa til róttækra sparnaðaraðgerða sem munu væntanlega koma niður á þjónustu við sjúklinga. Aukin fjárþörf Landspítala á sér ýmsar orsakir svo sem aukið umfang þjónustu vegna nýrra verkefna, tilkomu nýrra lyfja auk vaxandi fólksfjölda.
21.11.2019
Félag ísl. lungnalækna ályktar um rafrettur

Félag ísl. lungnalækna ályktar um rafrettur

Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna var haldinn 25.október s.l. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi ályktanir:
13.11.2019
Brot úr sögu CPME - hvað gerir CPME fyrir lækna

Brot úr sögu CPME - hvað gerir CPME fyrir lækna

Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að læknafélög 6 landa í Evrópu, frá Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Lúxemborg og Hollandi, stofnuðu með sér samtök sem fengu heitið CPME, Comité Permanent des Médecins Européens. Stofnfundurinn var haldinn í Amsterdam 23.október 1959. Á ensku kallast CPME Standing Committee of European Doctors og á íslensku ýmist Evrópusamtök lækna eða Samtök evrópskra læknafélaga. Þrjú lönd bættust í hópinn 1973 eða Danmörk, Bretland og Írland en Ísland t.d. ekki fyrr en 1995. Nú er CPME vettvangur fyrir 1,7 milljónir lækna, 28 lönd eru
11.11.2019
CPME fagnar 60 ára afmæli

CPME fagnar 60 ára afmæli

Út er komið þrítugasta fréttabréf Evrópusamtaka lækna, CPME. Fréttabréfið er tileinkað 60 ára afmæli samtakanna en þau voru stofnuð 23. október 1959 í Amsterdam. Í dag er CPME í forsvari fyrir rúmlega 1,7 milljón lækna í 28 læknafélögum í Evrópu auk nokkura aukaaðildarfélaga.
01.11.2019
Ályktun stjórnar læknaráðs Landspítala um nýtt skipurit Landspítala

Ályktun stjórnar læknaráðs Landspítala um nýtt skipurit Landspítala

Nýtt skipurit Landspítala gerir ráð fyrir nýju lagi stjórnenda milli framkvæmdastjóra og yfirlækna/deildarstjóra, svonefndum forstöðumönnum. Nýverið voru birtar auglýsingar um þessi störf. Athygli vekur að einu menntunarkröfurnar eru „háskólapróf auk formlegrar viðbótarmenntunar sem nýtist í starfi“, en engar kröfur eru gerðar um faglega sérþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði. Stjórn læknaráðs telur afleitt að ekki séu gerðar skýrari kröfur um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda sem bera eiga faglega ábyrgð á klínísku sviði. Læknaráð Landspítala telur í þessu ljósi brýnt að hlutverk forstöðumanna verði skoðað nánar. Ekki síst þarf að tryggja að læknisfræðileg ábyrgð muni liggja hjá læknum einum.
29.10.2019
Reykjavíkuryfirlýsingin samþykkt á aðalfundi WMA

Reykjavíkuryfirlýsingin samþykkt á aðalfundi WMA

Reykjavíkuryfirlýsingin, Declaration of Reykjavik - Ethical Considerations regarding the use of genetics in health care, var samþykkt á aðalfundi World Medical Association, sem haldinn var í Tbilisi í Georgíu 23. - 26. október 2019. Siðfræði erfðafræði hefur verið mikið til umræðu hjá WMA síðustu misseri og byggir Reykjavíkuryfirlýsingin á fyrri álitum WMA frá 2005 og 2009.
28.10.2019
Yfirlýsing frá formanni Læknafélags Íslands

Yfirlýsing frá formanni Læknafélags Íslands

Að gefnu tilefni vil ég ítreka þá skoðun, sem fram kom í viðtali við mig á mbl.is þann 19. október sl. að ófjármagnaðar launagreiðslur utan áætlana í fjárlögum ársins og fjárlagaheimilda Landspítala hafi komið í bakið á yfirstjórn sjúkrahússins. Í ljós hafi komið að engar áætlanir hafi verið um hvernig ætti að fjármagna pakkann sem kominn var í tæpar þúsund miljónir króna umfram heimildir þegar gripið var inn í. Niðurstaðan í dag sé sú að forstjóri sjúkrahússins hafi kynnt að skera þurfi niður verkefni og þjónustu þess um tæpan miljarð á yfirstandandi ári eða um svipaða fjárhæð og umræddar aukagreiðslur utan fjárlaga ársins hafi numið. Um framangreint tala staðreyndir skýru máli.
24.10.2019