World Medical Association (WMA) hefur sett upp áhugaverða youtube-rás COVID talks, með stuttum viðtölum sem Otmar Kloiber framkvæmdastjóri WMA á við forystumenn nokkurra aðildarfélaga WMA um ýmis mál tengd COVID-19 og hvernig þau hafa verið leyst í viðkomandi löndum. Fleiri viðtöl munu bætast í safnið en nú þegar er þar m.a. að finna viðtal við Reyni Arngrímsson formann Læknafélags Íslands um sýnatökur á Íslandi.
Forseti Evrópusamtaka lækna (CPME) hefur óskað eftir því að meðfylgjandi bréfi sé komið á framfæri við lækna sem nú berjast gegn Covid-19 í Evrópu. Þar tjáir hann þakklæti sitt til lækna fyrir þeirra miklu vinnu í þágu sjúklinga og samfélagsins alls.
Á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í gær, 31. mars biðluðu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Páll Matthíasson, forstjóri Lsp til almennings að ferðast ekki um páskana. Orlofssjóður lækna vill ganga á undan með góðu fordæmi og því hefur verið tekin sú ákvörðun að loka sumarhúsum sjóðsins út apríl.
Í lok apríl verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Sjúkratryggingar Íslands hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa, ásamt upplýsingum um skilyrði sem slík þjónusta þarf að uppfylla. Þetta er liður í því að bæta aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja vegna COVID-19. Sjúkratryggingar munu endurgreiða sjúklingum fyrir