Fréttir

Líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna

Líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna

Á árlegum Læknadögum sem haldnir eru í Hörpu dagana 21.-25. janúar, verða niðurstöður viðamikillar könnunar á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna kynntar og ræddar. Í henni kemur meðal annars fram að mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingi lækna hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi og svefntruflanir á meðal lækna eru algengar. Á því tólf mánaða tímabili sem spurt var um hefur u.þ.b. helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ríflega helmingur lækna er ánægður með starfsumhverfi sitt og sömuleiðis með stjórnun þeirrar deildar sem þeir starfa í. Þó vantar talsvert upp á að skilgreiningar á starfssviði séu fullnægjandi og svigrúm til símenntunar og vísindastarfs er of lítið. Nær allir telja samkomulag við samstarfsfólk sitt í röðum lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv. mjög gott. Einelti og kynbundið ofbeldi virðist því miður sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. Tæplega 7% kvenna töldu sig hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað síðustu þrjá mánuðina og 47% einhvern tímann á starfsævinni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1% og 13%. Sjö prósent svarenda taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26% einhvern tímann á starfsævinni.
21.01.2019
Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir

Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir

Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu.
02.01.2019
Tvöfalt heilbrigðiskerfi - það lakara fyrir konur

Tvöfalt heilbrigðiskerfi - það lakara fyrir konur

Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
19.12.2018
Læknar mótmæla vinnulagi við ráðningarferla sérfræðilækna á LSH

Læknar mótmæla vinnulagi við ráðningarferla sérfræðilækna á LSH

Í kjölfar úrskurðar Kærunefndar jafnréttismála þann 19. september 2018 hafa 240 læknar sent heilbrigðisráðherra undirskriftalista með athugasemdum vegna vinnulags við ráðningaferla sérfræðilækna á Landspítala. Í bréfi læknanna til heilbrigðsráðherra segir: Við undirrituð viljum vekja athygli ráðherra á vinnulagi við ráðningarferla þegar ráðnir eru sérfræðingar til starfa við stærstu heilbrigðisstofnun landsins og jafnframt háskólasjúkrahúss.
18.12.2018
Opnunartími skrifstofu um jólin

Opnunartími skrifstofu um jólin

Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð vegna jólaleyfis frá 24. desember til 2. janúar
18.12.2018
Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Stjórn LÍ skiptir með sér verkum

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar LÍ var haldinn 19. nóvember sl. Fyrsta verk nýrrar stjórnar var að skipta með sér verkum, þ.e. kjósa varaformann og ritara. Varaformaður var kosinn Jörundur Kristinsson og ritari var kosinn Gunnar Mýrdal. Verkaskipting í stjórn LÍ á komandi starfsári verður því sem hér segir:
26.11.2018
Formaður LÍ Reynir Arngrímsson afhendir Þóreyju J. Sigurjónsdóttur heiðursviðurkenninguna.

Heiðursviðurkenningar á aðalfundi LÍ 2018

Í kvöldverðarboði sem haldið var 8. nóvember sl. í tengslum við aðalfund LÍ 2018 voru fjórir kvenlæknar heiðraðar fyrir störf sín. Reynir Arngrímsson formaður LÍ sagði m.a. í ávarpi sínu: Á aðalfundi á aldarafmælisári hefur stjórn félagsins ákveðið að veita fjórum kvenlæknum heiðursviðurkenningar. Þær eiga það allar sammerkt að vera frumkvöðlar og mikilvægar fyrirmyndir í læknastétt, hver með sínum hætti. Þetta eru Bergþóra Sigurðardóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Helga Ögmundsdóttir og Þórey J. Sigurjónsdóttir.
16.11.2018
Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Ályktanir aðalfundar LÍ 2018

Aðalfundur LÍ haldinn 8. og 9. nóvember 2018 samþykkti sjö ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál.
12.11.2018
Aðalfundur LÍ heldur áfram

Aðalfundur LÍ heldur áfram

Aðalfundur LÍ 2018 hélt áfram í morgun með málþingi um stefnumótun LÍ í heilbrigðismálum. Eins og fram kom í ávarpi heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur við setningu aðalfundar LÍ í gær, 8. nóvember, stendur nú yfir í heilbrigðisráðuneytinu vinna að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Stjórn LÍ ákvað að helga málþing aðalfundarins að þessu sinni stefnumótun LÍ á þessu sviði og fékk Kristján Vigfússon ráðgjafa til liðs við sig við þá vinnu.
09.11.2018