Félag ísl. lungnalækna ályktar um rafrettur

Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna var haldinn 25.október s.l. Á fundinum voru samþykktar eftirfarandi  ályktanir:

 

  1. Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna vill vekja athygli á alvarlegum lungnasjúkdómum sem hafa greinst nýlega hjá notendum rafrettna.  Í ljósi þessara upplýsinga leggur félagið til að sala á rafrettum  verði stöðvuð þar til að nánari upplýsingar liggja fyrir um skaðsemi  þeirra.

  2. Aðalfundur Félags íslenskra lungnalækna lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin á lungnaendurhæfingardeild Reykjalundar. Fundurinn leggur áherslu á að starfsemi deildarinnar verði tryggð og þar verði áfram starfrækt fagleg lungnaendurhæfing eins og áður.