Hafna skipuriti forstjóra

Almennur fundur læknaráðs Landspítala haldinn 15. nóvember 2019 hafnar skipulagsbreytingum forstjóra Landspítala sem heilbrigðisráðherra staðfesti í september s.l. og tóku gildi þ. 1. október 2019.

• Þrátt fyrir staðfestingu ráðherra telur fundurinn nýja skipuritið ekki í samræmi við fagleg sjónarmið og ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu hvað varðar faglega ábyrgð framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækna sérgreina og sérdeilda.

• Hvetur fundurinn ráðherra til að sjá til þess að skipurit sjúkrahússins fylgi lögum og taki mið af tveim vönduðum umsögnum Umboðsmanns Alþingis um stjórnskipulagsmál Landspítala sem birt voru í febrúar 2007 og í byrjun september 2019 (mál nr. 4456/2005 og mál nr. 9841/2018).