Fréttir

Lokað eftir hádegi 20.2.2018

Lokað eftir hádegi 20.2.2018

Skrifstofa Læknafélags Íslands er lokuð eftir hádegi í dag vegna framkvæmda.
20.02.2018
Stjórn FSL frá vinstri: Ólafur H. Samúelsson, Ragnheiður Baldursdóttir, María I. Gunnbjörnsdóttir, S…

Fyrsti fundur stjórnar FSL

Fyrsti fundur stjórnar í nýstofnuðu Félagi sjúkrahúslækna (FSL) var haldinn 7. febrúar sl. Á dagskrá var umræða um áhersluatriði hins nýja félags en auk þess hefðbundin undirbúningsstörf eins og öflun kennitölu og netfangs, stofnun bankareiknings, heimasíðu og fésbókarsíðu og hönnun lógós fyrir hið nýja félag. Stjórnin mun ráðast í þessi verkefni nú á næstunni.
16.02.2018
Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Aðgerðum stjórnvalda í Tyrklandi mótmælt

Tyrkneska læknafélagið sendi frá sér fréttatilkynningu 24. janúar sl. þar sem félagið lýsti þeirri skoðun að stríð væri lýðheilsuvandamál sem ógnaði umhverfi og samfélaginu öllu. Í kjölfarið voru 11 stjórnarmenn í tyrkneska læknafélaginu handteknir og settir í varðhald. Saksóknari í Tyrklandi mun vera að rannsaka mál stjórnarmannanna en engar vísbendingar eru um til hvaða aðgerða verður gripið gagnvart þeim. Skrifstofur tyrkneska læknafélagsins sættu húsleit og haldlagðar voru tölvur félagsins sem m.a. höfðu að geyma kvartanir og trúnaðargögn um lækna og sjúklinga.
01.02.2018
Félag sjúkrahúslækna stofnað

Félag sjúkrahúslækna stofnað

Nýtt aðildarfélag að Læknafélagi Íslands, Félag sjúkrahúslækna (FSL) var stofnað í gær þann 18. janúar 2018 á Læknadögum. Stofnun félagsins ber upp á 100 ára afmæli LÍ. Á síðasta aðalfundi haustið 2017 var nýtt skipulag fyrir LÍ samþykkt. Aðildarfélög þess verða nú fjögur, Félag íslenskra heimilislækna (FÍH), Félag almennra lækna (FAL), Félag sjálfstætt starfandi lækna/Læknafélag Reykjavíkur (LR) og hið nýja félag sjúkrahúslækna (FSL). Hið eldra skipulag frá sjötta áratug sl. aldar þar sem svæðafélög lækna voru grunnstoðir LÍ var lagt af.
19.01.2018
Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Geðheilbrigði og samfélag - opið málþing í Hörpu 17. janúar

Miðvikudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00-22:00 verður opið málþing á Læknadögum í Hörpu um geðheilbrigði og samfélag. Málþingið verður haldið í Silfurbergi B og er opið öllum - aðgangur er ókeypis.
17.01.2018
Dr. Anthony Costello

Afmælishátíð Læknafélagsins í Hörpunni

Dr. Anthony Costello er einn af þremur fyrirlesurum sem mun standa á sviðinu í Eldborg næsta mánudag. Í erindi sínu mun hann fjalla um niðurstöður skýrslunnar The Lancet Countdown: tracking progress on health and climate change, ásamt áhrifum loftslagsbreytinga á heilbrigði og stöðu mæðra, barna og ungmenna.
09.01.2018
Rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennska

Rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennska

Í ritstjórnargrein 12. tbl. Læknablaðsins er fjallað um rannsóknir í læknisfræði, traust og fagmennsku. Þar er vitnað í mál skurðlæknisins Paolo Macchiarinis. Þetta mál sem í daglegu tali hefur verið nefnt „plastbarkamálið“, er mikill álitshnekkir fyrir Karólínska sjúkrahúsið og Karólínsku stofnunina sem Macchiarini starfaði við frá árinu 2010, ekki síst eftir að í ljós kom að margir annmarkar voru á þessum lækningum og tilskilin leyfi skorti
04.01.2018
Jólakveðja LÍ

Jólakveðja LÍ

Læknafélag Íslands sendir læknum og landsmönnum öllum óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
22.12.2017
Læknar og umhverfisvá - aldarafmæli LÍ

Læknar og umhverfisvá - aldarafmæli LÍ

Læknafélag Íslands fagnar 100 ára afmæli árið 2018. Af því tilfefni verður afmælishátíð í Eldborgarsal Hörpu 15. janúar sem verður opin almenningi. Takið daginn frá !
21.12.2017
Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands

Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Íslands

Stjórn Læknafélags Íslands ræddi á fundi sínum 14. desember sl. yfirlýsingu frá #metoo hópi kvenna í læknastétt sem leiddi í ljós að atvinnugreinin er á engan hátt undantekning frá reglunni um kynbundið ofbeldi og áreitni. Augljóst er að taka þarf á vandanum með öllum tiltækum ráðum og uppræta hvers kyns kynferðislegt ofbeldi og mismunun innan raða lækna og í samstarfi þeirra við aðrar heilbrigðisstéttir.
18.12.2017