Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna
Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir það rangt að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna sé eins og „opinn krani“ fjárveitinga, líkt og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hélt fram í viðtali á RÚV í gær. Þvert á móti séu miklar takmarkanir á samningnum sem hafi hafi verið niðurnegldur til fimm ára, en hann rennur út núna um áramótin. Þórarinn segir það ekki stórmannlegt af ráðherra að skamma sérfræðilækna sem hafi komið íslenska heilbrigðiskerfinu til bjargar eftir hrun.
07.09.2018