Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi

Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu.

Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má.

Sjá frétt á visir.is