Yfirlýsing frá LÍ: Laun lækna og launaþróun 2007 - 2018

Yfirlýsing frá Læknafélagi Íslands 

Laun lækna og launþróun 2007 - 2018

Í Morgunblaðinu í dag, 3. júlí 2018, er gefið í skyn að  heildarlaun lækna eftir 6 ára nám séu um 1.500.000 kr. Þetta er rangt og er harmað að reynt sé blanda læknum inn í yfirstandandi launadeilur annarra heilbrigðisstétta. Hið rétta er að dagvinnulaun lækna eftir 6 ára nám eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélags Íslands (LÍ)  kr. 479.000 á mánuði, eins og sjá má í meðfylgjandi launatöflu kandidata og almennra lækna.  Að kandídatsári loknu fara læknar í launaflokk 200. Langflestir almennir læknar eru í launaflokki 200 og 201 þar sem dagvinnulaun eru á bilinu 525.248  til 597.180 eftir starfsaldri.

Meðaltal heildardagvinnulauna með álagsgreiðslum allra lækna sem fá laun skv. kjarasamningi LÍ (alls 867 stöðugildi lækna) sem m.a. telur alla sérfræðilækna sem lokið hafa 12-14 ára námi, yfirlækna og forstöðulækna á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilsugæslu eru 950.000 kr., og meðal heildarlaun þeirra er 1.428.826 kr. á fyrsta árfjórðungi 2018. Dagvinnulaun lækna eru því aðeins um 50% til 65% af heildarlaunum og er vaktabyrði og álag á lækna hlutfallslega enn of stór þáttur í tekjum lækna.   Fastar mánaðargreiðslur alþingismanna eru skv. upplýsingum á vef Alþingis á bilinu 1.101.194 til 1.651.791 kr. 

Ef litið er til þróunar heildarlauna frá árinu 2007 til 2017 sést að skv. gagnagrunni fjármálaráðuneytisins hafa heildarlaun lækna að meðaltali hækkað um 63,6%, á þessu tímabili sem er hlutfallslega minni breyting á launakjörum en margra annarra stéttarfélaga, þrátt fyrir erfiða kjarabaráttu og verkfall á árunum 2014-15. Þá má einnig geta þess að læknar í dag  eru ekki aðilar að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) og hafa því önnur lífeyrissréttindakjör en aðrar stéttir sem starfa hjá hinu opinbera og njóta tryggingar á lífeyrisréttindum. 

Sjá einnig forsíðufrétt í Morgunblaðinu     

 

Launatafla kandidata og almennra lækna frá 1.6.2018

 

 

 Launaþróun 2007 – 17 (heildarlaun)