Yfirlýsing frá stjórn Læknafélags Reykjavíkur
Heilbrigðisráðuneytið hefur í rúm tvö ár með ítrekuðum bréfaskriftum bannað Sjúkratryggingum Íslands að hleypa nýjum sérfræðilæknum inn á rammasamning SÍ og Læknafélags Reykjavíkur burtséð frá því hvort skortur sé á læknum í viðkomandi sérgrein. Það er skýrt brot á samningnum. Nú hefur ráðuneytið úrskurðað í stjórnsýslukæru taugalæknis sem var synjað um aðkomu að samningnum án mats á þörfinni. Niðurstaðan var sú að ráðuneytið taldi ekkert athugavert við málsmeðferðina.
28.06.2018