Hvar má þetta?

Þórarinn Guðnason formaður LR birtir grein í Fréttablaðinu í dag. Hvar má þetta? Þar segir hann m.a.: "Samningar [Rammsamningur Sjúkratrygginga Ríksins ogLæknafélags Reykjavíkur] eru þverbrotnir, góðir stjórnsýsluhættir fótum troðnir og sjálfur forstjóri SÍ telur íhlutun og gerræði ráðuneytisins stangast á við landslög. Í engu lýðræðisríki sem tekur sig alvarlega yrðu vinnubrögð af þessu tagi liðin. Víða yrði talað um ráðherraræði og afsagnar ráðherra krafist. Ísland virðist því miður undantekning sem sannar regluna. Þetta má hér - rétt eins og í einhverjum ríkjum sem við viljum ekki bera okkur saman við."

Lesa má greinina alla hér á visir.is