Ekki stórmannlegt að skamma sérfræðilækna

Þór­ar­inn Guðna­son, formaður Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, seg­ir það rangt að samn­ing­ur Sjúkra­trygg­inga Íslands við sér­fræðilækna sé eins og „op­inn krani“ fjár­veit­inga, líkt og Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra hélt fram í viðtali á RÚV í gær. Þvert á móti séu mikl­ar tak­mark­an­ir á samn­ingn­um sem hafi hafi verið niður­negld­ur til fimm ára, en hann renn­ur út núna um ára­mót­in. Þór­ar­inn seg­ir það ekki stór­mann­legt af ráðherra að skamma sér­fræðilækna sem hafi komið ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu til bjarg­ar eft­ir hrun.

„Samn­ing­ur­inn sem við erum með er gerður af sjúkra­trygg­ing­um og ein­stök­um lækn­um í umboði heil­brigðisráðuneyt­is­ins. Hann er tak­markaður að mjög mörgu leyti. Í fyrsta lagi var ákveðið að það ættu að vera ákveðið marg­ar ein­ing­ar á hon­um í heild. Í öðru lagi þá er þetta einka­rétt­ar­samn­ing­ur þannig að lækn­ar sem skrá sig á þenn­an samn­ing mega ekki sjá neina aðra sjúk­linga, enga sjúk­linga sem borga sjálf­ir,“ seg­ir Þór­ar­inn um helstu tak­mark­arn­ir samn­ings­ins. 

„Menn und­ir­gang­ast það að sinna bara þessu starfi og eng­um öðrum sjúk­ling­um fram hjá því. Í þriðja lagi þá er tak­mörk­un á hverj­um lækni. Ef hann vinn­ur meira en tíu þúsund ein­ing­ar borg­ar hann fimm­tíu pró­sent af­slátt af því sem er um­fram það. Það er því ekki hægt að vinna enda­laust á þess­um samn­ingi öðru­vísi en að gefa gríðarlega mik­inn af­slátt, sem borg­ar sig ekki.“

Viðtalið við Þórarinn er á mbl.is og má lesa það hér