Læknaráð vill faglega stjórn á Landspítala

 

Almennur fundur læknaráðs Landspítala 15. nóvember 2019 hvetur til umræðu um að skipuð verði stjórn yfir Landspítala með aðkomu fagaðila. Slík stjórn m.a. ráði forstjóra, tryggi fjármögnun og sjái til þess að spítalinn sinni þríþættu hlutverki sínu sem lækningastofnun, kennslu- og vísindastofnun.