CPME fagnar 60 ára afmæli

Út er komið þrítugasta fréttabréf Evrópusamtaka lækna, CPME. Fréttabréfið er tileinkað 60 ára afmæli samtakanna en þau voru stofnuð 23. október 1959 í Amsterdam. Í dag eru aðildarfélög CPME 28 með rúmlega 1,7 milljón félagsmenn, auk nokkura aukaaðildarfélaga.  Læknafélag Íslands hefur verið aðildarfélag frá 1995. 

Fréttabréfið má lesa hér. Vakin er sérstök athygli á innleggi Katrínar Fjeldsted en hún hefur verið fulltrúi LÍ síðan 2000 og fyrsti kvenforseti CPME á árunum 2013-2015.