Læknasamtök vilja efla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina

Alþjóða læknasamtök biðla til allra stjórnvalda að halda áfram að veita Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni nægilegu fé. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef Alþjóðafélagi lækna, WMA.

Í sjaldgæfri sameiginlegri yfirlýsingu í aðdraganda Alþjóðaheilbrigðisþingsins í Genf í næstu viku, ráða samtök lækna frá Afríku, Asíu, Rómönsku Ameríku og Evrópu yfirvöld frá því að spara útgjöld til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á þessum tíma heimsfaraldurs þar sem það sé hvorki hjálplegt né öruggt. 

Í yfirlýsingu þeirra segir einnig að þörf sé á að tryggja sjálfstæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar svo hún verði ekki að pólitísku og hugmyndafræðilegu bitbeini.

Mynd/Skjáskot

Lesa má yfirlýsinguna hér.