Orlofshús OSL og Covid-19

Athygli félagsmanna er vakin á því að það er stranglega bannað að nota orlofshús Orlofssjóðs LÍ (OSL) sem sóttkví.

Vegna COVID-19 faraldursins óskar stjórn OSL einnig sérstaklega eftir því að félagsmenn sem nota orlofshúsin til hefðbundinnar orlofsdvalar á næstu vikum, gæti sérstaks hreinlætis meðan á faraldrinum stendur og sótthreinsi (eða þvoi vel með sápu) alla snertifleti í lok dvalar.