Skrifstofa LÍ í netvandræðum

Í ljós hefur komið að í rafmagnsleysinu í gærkvöldi hrundi netþjónn Læknafélags Íslands (LÍ).

Meðan viðgerð stendur yfir, sem óvíst er hvað tekur langan tíma, berast LÍ og starfsmönnum þess engir tölvupóstar.
Ef félagsmenn eða aðrir eiga brýn erindi við LÍ er þess óskað að þeir hafi samband við félagið símleiðis.