Upplýsingar til sjúklinga

Félag um innkirtlafræði hefur sett inn upplýsingar til sjúklinga á heimasvæði félagsins . Annars vegar eru þarna ýmsar upplýsingar fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk sem verða fastar inni og hins vegar sérstakar upplýsingar vegna ástandsins núna um Covid-19 og sykursýki hjá fullorðnum.

Upplýsingarnar verða tímabundið undir "fréttir" en munu fá sinn fasta stað þegar breytingum á heimasíðu LÍ verður lokið, en eins og lesendur síðunnar hafa tekið eftir hefur heimasíðan tekið miklum breytingum að undanförnu en þeim er ekki að fullu lokið.