Landlæknir fær dag- og vikulega skýrslur um líðan lækna

Embætti landlæknis hefur kallað eftir upplýsingum heilbrigðisstofnana svo huga megi að heilsu heilbrigðisstarfsfólks nú þegar kórónuveiran Covid-19 geysar. Þetta kemur fram í aprílútgáfu Læknablaðsins.

 „Kallað hefur verið eftir upplýsingum um mönnun, aðbúnað og vinnuálag. Einnig hvort gæðum og öryggi sé ógnað og hvernig tekst að hafa stjórn á ástandinu,“ segir hún. „Við viljum vita um rauð flögg og skoða tölulegar upplýsingar.“ 

Fyrstu skýrslur bárust embættinu 24. mars og verður þeim skilað vikulega. Embættið fái einnig daglega skýrslur frá Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fylgst verði sérstaklega með heilbrigðisstarfsfólki sem smitist í starfi sem og sjúklingum sem smitist innan stofnana.  

Alma er í ítarlegu viðtali í Læknablaðinu. Hún ræðir daglegu fundina, bakvarðasveitina og stöðuna nú í miðum Covid-19 faraldri. Hún ræðir einnig stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Hún voni að þessi faraldur verði til þess að menn geri sér betur grein fyrir mikilvægi heilbrigðisstarfsmanna.

„Okkur vantar nýja spítalann núna því þar verður stór gjörgæsludeild. Þar verður stór hátæknismitsjúkdómadeild þannig að enn og aftur: Við erum alltof, alltof sein að byggja nýjan spítala, en það þýðir ekki að tala um það núna. Við vinnum með það sem við höfum.“ 

 Lesa má viðtalið hér í heild sinni.