Valgerður Rúnarsdóttir dregur uppsögn sína á Vogi til baka

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Framkvæmdastjórnin dregur um leið uppsagnir allra þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót til baka. Þetta kemur fram á vef sjúkrahússins.

„Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna,“ segir Valgerður í yfirlýsingu á vefnum. „Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið.“

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum sagði framkvæmdastjórn SÁÁ átta starfsmönnum sjúkrahússins upp í mars. Á meðal þeirra öllum sálfræðingunum sem þar störfuðu. Ástæðan var sögð til að mæta rekstrarvanda og tekjumissi sem blasir við hjá Vogi vegna Covid-19 kórónuveirufaraldursins.

Mikil óánægja skapaðist meðal starfsfólks og lagði það á meðferðarsviði fram vantrauststillögu á hendur framkvæmdastjórninni. 

Nánar á vef SÁÁ, MBL, Vísi og RÚV.