COVID talks

World Medical Association (WMA) hefur sett upp áhugaverða youtube-rás COVID talks, með stuttum viðtölum sem Otmar Kloiber framkvæmdastjóri WMA á við forystumenn nokkurra aðildarfélaga WMA um ýmis mál tengd COVID-19 og hvernig þau hafa verið leyst í viðkomandi löndum. Fleiri viðtöl munu bætast í safnið en nú þegar er þar m.a. að finna viðtal við Reyni Arngrímsson formann Læknafélags Íslands um sýnatökur á Íslandi.
WMA hefur einnig sett upp Covid-síðu með viðtölum, fréttum og upplýsingum frá hinum ýmsu aðildarlöndum.

Covid-talks viðtölin er að finna hér
Covid-síða WMA