Orlofshús LÍ lokuð í apríl

Á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í gær, 31. mars biðluðu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Páll Matthíasson, forstjóri Lsp til almennings að ferðast ekki um páskana. 

Orlofssjóður lækna vill ganga á undan með góðu fordæmi og því hefur verið tekin sú ákvörðun að loka sumarhúsum sjóðsins út apríl.  

Í lok apríl verður tekin ákvörðun um framhaldið.