Úr fjölmiðlum

það sem ekki er sagt

það sem ekki er sagt

"Fram­legð heil­brigðisþjón­ust­unn­ar er mik­il­væg fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lagið. Ráðherra stefn­ir nú í að hleypa heil­brigðis­kerf­inu í upp­nám" segja þeir Högni Óskarsson, Sigurður Árnason og Sigurður Guðmundsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. september 2018.
24.09.2018
Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Er rétt að banna heilbrigðisfyrirtækjum að skila arði?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp 8 þingmanna vinstri grænna, sem á að banna fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu rekstur í hagnaðarskyni. Óheimilt verður að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat. Þó skulu þeir samningar sem eru í gildi við setningu laganna fá að halda sér allt að 5 árum. Ekki á þó að skylda heilbrigðisráðherra til að loka þessum fyrirtækjum, en hann á að fá algjört geðþóttavald til þess. Verði þetta að lögum er lokið einkarekstri í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ekkert fyrirtæki, hvorki einkafyrirtæki né sjálfseignarstofnanir er hægt að reka á þessum forsendum. Þetta er ekki stjórnarfrumvarp, en manni virðist þó að stjórnarsamstarfið gæti verið í uppnámi verði það fellt.
20.09.2018
Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál

Nokkrar staðreyndir um heilbrigðismál

“Heil­brigðisþing verður haldið 2. nóv­em­ber, en það verður opið al­menn­ingi og hag­höf­um. Því næst verða drög að heil­brigðis­stefnu sett í sam­ráðsgátt og síðan verður unnið að gerð þings­álykt­un­ar­til­lögu sem von­andi verður lögð fyr­ir Alþingi á vorþingi. Þá koma að mál­inu all­ir flokk­ar sem full­trúa eiga á Alþingi.” Skrifar Svandís Svavarsdóttir í Pistli dagsins í Morgunblaðinu í dag 19. september 2018
19.09.2018
Ráðherra ekki heimilt að banna samninga

Ráðherra ekki heimilt að banna samninga

Fyr­ir­mæli heil­brigðisráðherra til Sjúkra­trygg­inga Íslands um að synja sér­fræðilækni um skrán­ingu á ramma­samn­ing Sjúkra­trygg­inga og Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur voru hald­in svo mikl­um ann­mörk­um að ákvörðun Sjúkra­trygg­inga sem á þeim bygg­ist er dæmd ógild.
19.09.2018
Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Ríkið semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni

Þingmaður Vinstri grænna hyggst leggja fram frumvarp með það að markmiði að tryggja að ráðherra semji ekki við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem eru rekin í hagnaðarskyni. Hann segir að slíkt frumvarp muni ekki hafa áhrif á samningsstöðu sérfræðilækna.
17.09.2018
Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn

Heilbrigðiskerfi þar sem ríkir heildarsýn

Íslenska heilbrigðiskerfið hefur í alltof langan tíma einkennst af skorti á yfirsýn. Sá skortur á yfirsýn er hvorki góður fyrir sjúklingana né samfélagið í heild, og leiðir af sér of mikla þjónustu á sumum sviðum og biðlista á öðrum stöðum. Móta þarf stefnu fyrir heilbrigðiskerfið allt. Ábendingar þess efnis komu meðal annars fram í skýrslu McKinsey frá árinu 2016 (Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans) og í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2018 (Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu frá febrúar), auk þess sem gerð heilbrigðisstefnu felur í sér viðbrögð við ákalli samfélagsins um skýra heildarsýn í heilbrigðismálum.
14.09.2018
Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

Heilbrigði, kvöl, þjónusta og flatur persónuleiki

Eft­ir Vil­hjálm Bjarna­son: „Senni­lega eru all­ir þeir sem eru „normal“ svo flat­ir per­sónu­leik­ar að þeir geta ekki orðið geðveik­ir.“ Vilhjálmur Bjarnason
14.09.2018
Nú dámar mér ekki heilbrigðisráðherra!

Nú dámar mér ekki heilbrigðisráðherra!

Eft­ir Hall­dór Blön­dal fv. Alþingismann og ráðherra: „Stefna ráðherra ligg­ur ljós fyr­ir: Það á að mis­muna sjúk­ling­um, láta einn borga meir en ann­an fyr­ir sömu þjón­ust­una!“
13.09.2018
Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi

Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins fjallar Svanur Sveinbjörnsson, formaður siðfræðiráðs LÍ um lífsiðfræði í leiðara. Þar segir m.a.: “Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og réttlæti. Í frelsinu er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt sjúklings en álitamál skapast um hann ef hæfið er skert. Í mannvirðingunni togast á griðaréttur sjúklings og verkskylda læknis eða gæðaréttur sjúklings og taumhaldsskylda læknis. Réttlætið býður okkur að veita öllum sömu þjónustu og jafnræði óháð stöðu. Svo kemur til lífpólitíkin eins og þegar læknar í hundraðatali studdu frumvarp um bann við umskurði sveinbarna. Í ljósi glæpsamlegrar hegðunar lækna víða um heim í meðferð aldraðra, fölsun rannsóknargagna, misnotkun tilraunameðferða, heilsuskrums og fleira hefur persónugerð og siðferðisþrek lækna farið undir smásjána. Víða er efnt til skoðunar á gæðum siðferðis og eflingar mannkostamenntunar í læknanámi.”
12.09.2018
Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Skipulag heilbrigðisþjónustu, þjónustuform og kostnaðargreinin á Landspítala

Forstjórapistill Páls Matthíassonar. "Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga."
10.09.2018