Myndu ekki spara á að flytja verkin á spítala
Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að ekki sé hægt að veita þá þjónustu á Landspítala sem sé í boði á einkareknum stofum utan sjúkrahúsa. Til þess sé ekki aðstaða. Lokun rammasamnings sé því ákvörðun um að ríkið greiði ekki fyrir þjónustu sem þörf sé fyrir.
Reynir sagðist á Morgunvaktinni á Rás 2, ekki gera athugasemd við að heilbrigðisráðherra vilji byggja upp þjónustu á göngudeild við Landspítala Íslands. Hann finnur hins vegar að því að skrúfað hafi verið fyrir rammasamning sérfræðilækna, þannig að fleiri læknar komist ekki inn á samninginn.
07.06.2018