Dýralæknar verða að tala íslensku
Umboðsmaður Alþingis telur að það sé ekki í samræmi við lög að Matvælastofnun ráði til starfa dýralækna sem ekki hafa vald á íslenskri tungu. Þetta kemur fram í niðurstöðu hans en Dýralæknafélag Íslands kvartaði yfir því að undanfarin ár hefði Matvælastofnun ráðið erlenda dýralækna í eftirlitsstörf án þess að þeir hefðu vald á íslenskri tungu.
07.05.2018