Úr fjölmiðlum

Tveir af hverjum þremur segjast vera undir ofurálagi

Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna. Um þriðjungur lækna vinnur fleiri en sextíu klukkustundir á viku. Læknadagar hófust í Hörpu í dag og þar er meðal annars fjallað um nýja og viðmikla könnun á því hvernig læknum líður í vinnunni. Ríflega helmingur allra lækna á Íslandi tók þátt í könnuninni sem var unnin fyrir Læknafélag Íslands. Ef litið er til þeirra sem vinna mest þá vinnur fjórðungur lækna 61-80 klukkustundir á viku. 4% lækna eru í vinnunni lengur en 80 klukkustundir á viku sem samsvarar tvöfaldri hefðbundinni 40 stunda vinnuviku.
Lesa meira

Þrír af hverjum fjórum læknum opnir fyrir einkarekinni heilsugæslu

Þegar læknar eru spurðir um hvort rekstur sjúkrahúsa eigi eingöngu að vera í höndum hins opinbera segja fleiri að svo eigi ekki að vera. Fleiri læknar eru sem sagt opnir fyrir blandaðri heilbrigðisþjónustu. Þegar spurt er um heilsugæslustöðvar kemur í ljós að mun hærra hlutfall lækna, eða 76%, vill að fleiri en ríkið reki þær.
Lesa meira

Merkilegt að læknar séu ánægðir í starfi

Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir sem vann könnun á líðan og starfsaðstæðum íslenskra lækna, segir að það verði að vinna að úrbótum á starfsumhverfi lækna hér á landi. Í könnuninni kemur fram að læknar vinni jafnvel meira en 80 klukkustundir á viku, telji starfsstöðvar heilbrigðiskerfisins vera undirmannaðar og að meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi.
Lesa meira

Þjónustan færð nær fólkinu

Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands hef­ur ráðið til sín Sig­urð Böðvars­son krabba­meins­lækni og geta krabba­meins­sjúk­ling­ar á Suður­landi nú sótt lyfjameðferðir með aðstoð krabba­meins­lækn­is. Marg­ir krabba­meins­sjúk­ling­ar þurfa að sækja lyfjameðferðir viku­lega. Það er því mik­il bú­bót fyr­ir heima­menn að þurfa ekki að keyra yfir heiðina til að fá heil­brigðisþjón­ustu. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sig­urður þörf­ina á þjón­ustu fyr­ir krabba­meins­sjúk­linga á Suður­landi vera mikla þar sem um 30 þúsund manns búa á svæðinu, en einn af hverj­um þrem­ur ein­stak­ling­um fær krabba­mein á lífs­leiðinni.
Lesa meira

Öldrun þjóðar

Þórhildur Kristinsdóttir læknir var í viðtali á Samfélaginu á RÚV1 í gær.: "Mér bauðst að spjalla um efni síðasta leiðara Læknablaðs í Samfélaginu á RUV1 í gær. Efnið er mér mjög hugleikið og vil ég ná eyrum ráðamanna um að það sé mikilvægt forgangsmál að við gerum betur í að veita persónumiðaða heilbrigðisþjónustu við aldraða fyrir utan Landspítala. Ég vil ekki blanda mér mikið í pælingar um hver á að borga fyrir þjónustuna, í raun má segja að það sé hagstæðara fyrir sveitafélög að veita takmarkaða þjónustu sem kostar minna en þýðir að viðkvæmir aldraðir einstaklingar eru frekar á Landspítala á röngu þjónustustigi. Þetta á þátt í að lama starfsemi spítalans. Fyrir mér vantar að einhver eigi ábyrgðina. Þegar verið er að skipuleggja heilbrigðisstefnu af alvöru vil ég hrópa upp að endurskipulagning í heilbrigðisþjónustu við aldraða sé forgangsmál. Kortlagning á heilbrigði þjóðarinnar og hvar nauðsynlegt er að veita fé og gera betur til að sinna nauðsynlegri þjónustu er grundvallaratriði svo og bæting í samfellu milli þjónustustiga heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt er að skattfé okkar sé nýtt til réttrar þjónustu við aldraða á réttum stað."
Lesa meira

Fella niður komugjöld aldraðra og öryrkja

Öryrkjar og aldraðir verða ekki rukkaðir um komugjöld á heilsugæslustöðvar og hjá heimilislæknum frá og með áramótum. Þau þurfa heldur ekki að borga fyrir læknisvitjanir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Þar segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafi ákveðið þessa breytingu. Aldraðir og öryrkjar hafa greitt 600 krónur fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma og 1.500 krónur utan dagvinnu, læknisvitjanir hafa kostað þá 1.700 eða 2.200 krónur, eftir því á hvaða síma sólarhrings þeirra er vitjað. Alls hafa öryrkjar og aldraðir komið rúmlega 160 þúsund sinnum á í heilsugæsluna á tólf mánaða tímabili frá miðju síðasta ári til miðs þessa árs.
Lesa meira

Bólusetning dregur úr alvarlegum sýkingum

Samúel Sigurðsson læknir segir að alvarlegar sýkingar vegna pneumókokka bakteríunnar séu nánast horfnar eftir að farið var að bólusetja börn við bakteríunni. Það sýni niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á áhrifum bólusetningarinnar
Lesa meira

Lyf á markað í stað undanþágulyfja

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að komin eru á markað lyf sem leysa af hólmi nokkur algeng undanþágulyf. Ekki er því þörf á að sækja um heimild til að nota undanþágulyf í þessum tilfellum. Almenna reglan er sú að slíkar undanþágubeiðnir eru endursendar með upplýsingum um að nú sé skráð lyf fáanlegt gegn venjulegum lyfseðli. Ef nauðsynlegt er að nota ákveðið óskráð sérlyf fyrir einstaka sjúklinga verður það að koma fram í rökstuðningi læknis.
Lesa meira

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

Agnes Smára­dótt­ir hef­ur verið ráðin yf­ir­lækn­ir lyflækn­inga krabba­meina á lyflækn­inga­sviði Land­spít­ala frá 1. des­em­ber 2018 til næstu 5 ára. Agnes lauk embætt­is­prófi í lækn­is­fræði frá lækna­deild Há­skóla Íslands 1995, stundaði sér­fræðinám við Uni­versity of Conn­ecticut og lauk þaðan prófi í al­menn­um lyflækn­ing­um 2002 og blóðmeina­sjúk­dóm­um og lyflækn­ing­um krabba­meina árið 2005. Agnes starfaði sem sér­fræðing­ur í lyflækn­ing­um krabba­meina á Land­spít­ala á ár­un­um 2005-2014, Gund­er­sen Health System, La Crosse, Wiscons­in 2014-2017, kom svo aft­ur á Land­spít­ala árið 2017, að því er seg­ir á vef Land­spít­al­ans.
Lesa meira

Öldrunarþjónustan á Íslandi - brettum upp ermar!

Í dag 16. nóv. birtist grein á visir.is eftir öldrunarlæknana Þórhildi Kristinsdóttur, Baldur Helga Ingvarsson og Guðlaugu Þórsdóttur en þau eru starfandi sérfræðingar á Landspítala og skipa auk þess stjórn Félags íslenskra öldrunarlækna. Í greininni lýsa þau ástandi öldrunarmála á Íslandi og hvað þurfi að gera til að bæta þjónustu við aldraða og byggja upp framúrskarandi heilbrigðiskerfi fyrir landsmenn:
Lesa meira