Úr fjölmiðlum

Áherslur í heilbrigðismálum - ferð án fyrirheits ?

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ekki styrkt með því að drepa niður einkaframtakið.
Lesa meira

Umdeild notkun ópíóðalyfja

Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segir nauðsynlegt að fækka ópíóðalyfjum í umferð á Íslandi til að reyna að minnka ópíóðafíknivandann. Hann segir lyfin gegna mikilvægu hlutverki ef þau eru rétt notuð, t.d. eftir skurðaðgerðir, við krabbameini og í líknarmeðferð, en telur notkun slíkra lyfja við stoðkerfisverkjum umdeilda. „Á undanförnum árum hefur notkun þessara lyfja vegna langvarandi stoðkerfisverkja vaxið, eins og t.d. bakverkja. Þar er gagnsemin miklu umdeildari vegna þess að við langvar¬andi notk¬un mynd¬ar lík¬am¬inn þol fyr¬ir þess¬um morfín¬skyldu lyfj¬um og þá get¬ur verið hætta á ávana¬bind¬ingu. Þá eru það frá¬hvarf¬s¬ein¬kenn¬in sem kalla á meiri notk¬un ekki síður en verk¬irn¬ir, þannig að notk¬un¬in er um-deild,“ seg¬ir Reyn¬ir og bæt¬ir við að lækn¬ar þurfi að end¬ur¬hugsa slíka notk¬un
Lesa meira

Hvetja til þess að skimanir verði á forræði stjórnvalda

Vonast er til að sérstakt skimunarráð muni skila tillögum sínum að framtíðarfyrirkomulagi stjórnunar og skipulags skimunar fyrir krabbameini á Íslandi í byrjun sumars. Hlutverk ráðsins er að koma með tillögur varðandi hvar í heilbrigðiskerfinu stjórnstöð skimunar eigi að vera til frambúðar og hvar sjálf skimunin fari fram. Skiptar skoðanir eru um hvernig best sé að haga fyrirkomulagi skimunar á Íslandi, það er, hvort hún skuli vera á forræði félagasamtaka eins og Krabbameinsfélags Íslands, eða á vegum opinberra aðila. Í minnisblaði sem þáverandi landlæknir sendi velferðarráðuneytinu í desember 2016 kom fram að mikilvægt væri að greina á milli skimunar fyrir krabbameini og frjálsrar félagastarfsemi.
Lesa meira

Skammsýni og sóun

Systur tvær „skammsýni og sóun“ fara oft saman. Í atvinnurekstri og stjórnmálum er viðvarandi viðfangsefni að fyrirbyggja að þær fái ráðið för. Ragnar Hall lögmaður skrifaði 13. apríl sl. athyglisverða grein þar sem fjallað er um þá niðurstöðu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og úrskurðarnefndar velferðarmála að synja einstaklingi um greiðsluþátttöku vegna liðskiptaaðgerðar hjá Klíníkinni Ármúla. Þetta gerist þrátt fyrir að einstaklingurinn hafi verið í brýnni þörf fyrir aðgerðina, þrátt fyrir meira en árs bið eftir aðgerðinni hjá Landspítalanum, þrátt fyrir að Klíníkin Ármúla hafi uppfyllt öll fagleg skilyrði og þrátt fyrir lægri kostnað ríkisins við að samþykkja aðgerðina hjá íslenskum fremur en sænskum aðila. Nei skal það vera þar sem SÍ hafa einungis heimild til að taka þátt í kostnaði við liðskiptaaðgerðir sem framkvæmdar eru erlendis.
Lesa meira

Hver tók á móti þér?

Svarið við þessari spurningu er líklega hjá flestum einhver góð ljósmóðir eða fæðingarlæknir. Nú eru ljósmæður í kjarabaráttu við ríkið og hafa nokkrir tugir þeirra sagt starfi sínu á Landspítalanum lausu. Það er grafalvarleg staða en er skiljanleg þegar málið er skoðað til hlítar. Ljósmæður eru eingöngu kvennastétt með 6 ára háskólanám að baki. Þær hafa lokið 4 ára háskólanámi í hjúkrunarfræði og síðan bætt við sig tveimur árum í ljósmóðurfræði. Hafi þær unnið í einhver ár sem hjúkrunarfræðingar og unnið sig upp í launum þá er það svo að eftir tveggja ára ljósmóðurnám þá lækka launin þegar þær byrja að vinna sem ljósmæður. Það sjá það allir að þetta getur ekki gengið. Við erum að leggja áherslu á gildi menntunar í landinu og hún kostar mikið fé og tíma. En ef hún færir fólki engar kjarabætur þá er enginn hvati til að mennta sig frekar.
Lesa meira

Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert

Í hvert skipti sem stór ákvörðun er tekin í heilbrigðiskerfinu hefur hún áhrif um kerfið allt. Þegar hjúkrunarrýmum fjölgar hefur það áhrif á lífsgæði aldraðra sem eru á biðlistum eftir slíkum rýmum, það hefur áhrif á stöðu Landspítalans sem glímir við verulegan vanda að því er varðar aldraða sem ekki er hægt að útskrifa af deildum spítalans. Þar með léttir á deildum spítalans og þjónusta eflist enn frekar við almenning í landinu, við heilbrigðisstofnanir um allt land og heilsugæsluna.
Lesa meira

Segir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sé hálflömuð af fjársvelti

Lesa meira

Hjartaaðgerð sjúklings frestað sex sinnum

Lesa meira

Sjúkratryggingar Íslands - Hvítbók

Í lok febrúar gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu sem bar heitið „Sjúkratryggingar Íslands sem kaupandi heilbrigðisþjónustu“. Flestir hafa fagnað útkomu skýrslunnar þó að sumir séu ósammála ábendingunum sem þar er að finna.
Lesa meira

Vondur starfsandi og stjórnendur segja upp

Fráfarandi fjármálastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir bókhald stofnunarinnar hafa verið í miklum ólestri og ekki afstemmt þegar hún tók við í haust. Þrír stjórnendur stofnunarinnar, auk sálfræðings, hafa sagt upp störfum, forstjórinn þar með talinn. Mikil óánægja er með starfsandann á staðnum. Framkvæmdastjóri lækninga segir skorta fjárveitingar.
Lesa meira