Stjórnsýslukæra því læknir fær ekki samning

Íslenskur læknir í Bandaríkjunum hefur lagt fram stjórnsýslukæru því hann fær ekki samning við Sjúkratryggingar, þó svo að skortur sé á læknum í hans sérgrein. Umsókn var hafnað á grundvelli ákvörðunar ráðherra um að loka fyrir að fleiri læknar fái aðild að rammasamningi Sjúkrtryggingar. Læknirinn segir sjúklingum mismunað og formaður Læknafélags Reykjavíkur segir ástandið alvarlegt.
 

Anna Björnsdóttir lauk sérfræðinámi í Parkinsons-sjúkdómum í Bandaríkjum í fyrra og vinnur á Duke háskólasjúkrahúsinu í Norður-Karólínu, og hafa henni verið boðnar góðar stöður á nokkrum öðrum sjúkrahúsum þar í landi. Hún hefur alltaf viljað koma heim eftir nám, og þegar hún sótti um sérfræðinámið skrifaði landlæknir bréf til bandarískra heilbrigðisyfirvalda um að mikil þörf væri fyrir lækna með þessa sérhæfingu. Hún lagði inn umsókn hjá Sjúkratryggingum um að opna stofu, það er aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands.

 

Sjá nánar frétt á ruv.is