Vilja að það sama gildi um rafrettur og tóbak
Læknafélag Íslands gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum og gilda um notkun tóbaks. Breytingatillaga sem hefði náð því fram var felld á Alþingi með naumum meirihluta 26 atkvæðum gegn 25. Þetta þýði að eigendur veitinga- og skemmtistaða ráði því hvort rafrettur séu leyfðar innandyra eða ekki.
Í ályktun Læknafélagsins segir að þetta gangi gegn settum lýðheilsumarkmiðum um að draga úr reykingum og neyslu ávana- og fíkniefna.
21.06.2018