Úr fjölmiðlum

Vilja að það sama gildi um rafrettur og tóbak

Vilja að það sama gildi um rafrettur og tóbak

Læknafélag Íslands gagnrýnir að ekki gildi sömu reglur um notkun rafrettna á veitinga- og skemmtistöðum og gilda um notkun tóbaks. Breytingatillaga sem hefði náð því fram var felld á Alþingi með naumum meirihluta 26 atkvæðum gegn 25. Þetta þýði að eigendur veitinga- og skemmtistaða ráði því hvort rafrettur séu leyfðar innandyra eða ekki. Í ályktun Læknafélagsins segir að þetta gangi gegn settum lýðheilsumarkmiðum um að draga úr reykingum og neyslu ávana- og fíkniefna.
21.06.2018
Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna

Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna

Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna.
21.06.2018
Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana

Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana

Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“
21.06.2018
Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra

Hugleiðingar í tengslum við kjaradeilu ljósmæðra

Ljós­móðir er feg­ursta orð ís­lenskr­ar tungu. Þetta var niðurstaða kosn­ing­ar sem var efnt til á haustmánuðum árið 2013 af hálfu Hug­vís­inda­sviðs og RÚV. Rökstuðningurinn fyrir valinu var m.a. sá að í þessu orði væru: „Tvö fal­leg­ustu hug­tök ver­ald­ar sett í eitt.“ Það er gaman að velta því fyrir sér hvaðan fegurðin kemur sem við tengjum við þetta orð. Er það e.t.v sú staðreynd að fæðing barns er í huga flestra ólýsanlega stórkostleg stund. Kraftaverki líkust! Stund þar sem móðir og barn eru að hittast augliti til auglitis í fyrsta sinn. Sömuleiðis faðir og barn ef hann er viðstaddur. Margir muna í smáatriðum fæðingu barna sinna. Á þessari stundu fara móðir og barn saman í gegnum átök sem gæti kostað annað þeirra eða bæði lífið. Ef faðirinn er viðstaddur er hann einnig að fara í gegnum einstaka lífsreynslu þó lífi hans sé ekki ógnað á sama hátt. Eðli málsins vegna verður öll skynjun ofur-næm og allar tilfinningar verða ofur-sterkar, niður í dýpstu lægðir og upp í hæstu hæðir. Þá er gott að hafa öruggar kringumstæður, hafa aðgang að styrkri leiðsögn og fagmennsku.
21.06.2018
Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn

Íslendingar illa búnir gagnvart tölvufíkn

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá BUGL, hefur áhyggjur af þróuninni og segir kerfið vanbúið til að bregðast við vaxandi vanda. Þá hefur útköllum til lögreglu vegna tölvufíknimála fjölgað.
21.06.2018

"Heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki"

Marta Jóns­dótt­ir formaður hjúkr­un­ar­ráðs Land­spít­ala og hjúkr­un­ar­fræðing­ur seg­ir í opnu bréfi til Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra að bæta þurfi kjör heil­brigðis­stétta til þess að hægt sé að bjóða upp á heild­stæða heil­brigðisþjón­ustu og að tím­inn til sé þess núna. „Það er mik­il­vægt að byggja hús, skapa gott um­hverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mik­il­væg­ara er að hafa í huga að heil­brigðis­kerfi er og verður ekki byggt upp á hús­um, heil­brigðis­kerfi er byggt upp af fólki,“ seg­ir Marta í bréfi sínu.
20.06.2018
Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu

Þróun sérfræðiþjónustu lækna í hættu

Ásgeir Jónsson, læknir bendir á að þróun sérfræðiþjónustu lækna sé í hættu í Mbl. í dag: "Nýjungar í læknisfræði verða til í virtum háskólum vestanhafs og austan og þangað sækja íslenskir læknar sína menntun. Séu atvinnumöguleikar ungra sérfræðinga sem eru við nám eða störf erlendis takmarkaðir vegna fárra auglýstra starfa á LSH og aðgangsleysis á samning við SÍ munu gæði heilbrigðisþjónustunnar versna." Greinina má lesa hér:
19.06.2018
Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

Inngrónar táneglur og biðlistar ríkisins

Óli Björn Kárason fjallar í Morgunblaðinu þann 13. júní 2018 um uppkomna stöðu í heilbrigðiskerfinu vegna synjunar heilbrigðisráðherra á umsókn lækna um samning við SÍ. Hann skrifar m.a.: „Hægt og bít­andi verður til tvö­falt heil­brigðis­kerfi með einka­reknu sjúkra­trygg­inga­kerfi. Efna­fólk mun nýta sér þjón­ustu sjálf­stætt starf­andi sér­fræðinga en við hin þurf­um að skrá nöfn okk­ar á biðlista í þeirri von að við fáum nauðsyn­lega þjón­ustu inn­an veggja rík­is­ins áður en það verður of seint.”
14.06.2018
Ætti að skipta Landspítala upp í nokkrar sjálfstæðar stofnanir?

Ætti að skipta Landspítala upp í nokkrar sjálfstæðar stofnanir?

Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir á Landspítala skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir m.a.: “Yfirlýstur tilgangur stofnunar sameinaðs Landspítala árið 1999 var að bæta þjónustu og minnka útgjöld. Þar er flóknasta bráðaþjónusta og lækningar á Íslandi. Að auki er gangandi fólk læknað í öllum læknisfræðilegum sérgreinum. En það berast sífelldar fréttir af neyðarástandi, „fráflæðisvanda“, gangainnlögnum, biðlistum og teppu vegna manneklu og húsnæðisskorts. Vandamálið hefur bara versnað, sbr. um 90 rúm (17%, jafngildir um fjórum legudeildum) eru að staðaldri teppt af sjúklingum sem komast hvergi þótt meðferð sé lokið. Og heilbrigðisráðuneytið vill færa stofurekstur sérfræðilækna inn á göngudeild-ir LSH. “ Hér má lesa greinina alla:
11.06.2018